Skip to Content

Gkb

 • Þriðjudagur, 3. mars 2015 - 16:07
  Rakel Þóra sér um rekstur golfskálans í sumar

  Golfklúbbur Kiðjabergs hefur gengið frá samningi við Rakel Þóru Matthíasdóttur um rekstur golfskálans að Kiðjabergi í sumar. Rakel er alvön að fást við allt sem viðkemur veitingarekstri og matseld.  Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs býður Rakel Þóru velkomna til starfa í Kiðjabergi.

 • Þriðjudagur, 10. febrúar 2015 - 19:41
  Mótaskrá GKB sumarið 2015

  Nú hefur mótaskrá GKB fyrir sumarið 2015 verið ákveðin og er hún nánast eins og síðasta sumar. Það er stefna klúbbsins að fækka frekar mótum en fjölga til að gefa félagsmönnum og gestum kost á að spila völlinn um helgar á sínum eigin forsendum.

 • Fimmtudagur, 1. janúar 2015 - 10:59
  Gleðilegt nýtt golfár!

  Gleðilegt nýtt golfár og megi þetta ár verða til forgjafalækkunnar eða í það minnsta til margra gleðistunda við golfleik á Kiðjabergsvelli. Þó svo að snjór sé yfir öllu um þessar mundir er völlurinn á síum stað og skartar sínu fegursta. 

 • Mánudagur, 22. desember 2014 - 10:31
  Jólakveðja

  Óskum félögum, gestum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir á liðinu golfsumri.

 • Föstudagur, 19. desember 2014 - 19:05
  Rekstur golfskálans

  Golfklúbbur Kiðjabergs leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur golfskálans á komandi ári. Um er að ræða rekstur veitingasölu fyrir eigin reikning. Golfskálinn er opinn frá byrjun maí og til loka september ár hvert. 

   

 • Miðvikudagur, 17. desember 2014 - 17:07
  Myndir frá aðalfundi GKB

   Ljósmyndarinn Jóhannes Long tók nokkrar myndir á aðalfundi Golfklúbbs Kiðjabergs sem haldinn var í golfskálanum á Kiðjabergi um síðustu helgi.  Þar var Jenettu Bárðardóttur þökkuð góð störf fyrir klúbbinn. Hún var m.a. gjaldkeri GKB síðustu árin, en hættir nú í stjórn.

 • Sunnudagur, 14. desember 2014 - 11:13
  Góð afkoma þrátt fyrir afleitt sumar

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn  laugardaginn 13. desember í golfskálanum í Kiðjabergi.  Á fundinn mættu 44 félagar.  Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður tíunda árið í röð.  Hagnaður var af rekstri síðasta árs upp á rúmar 2,6 milljónir þrátt fyrir afleitt veður um miðbik sumars.