Skip to Content

Gkb

 • Sunnudagur, 24. ágúst 2014 - 21:54
  Kiðjabergskonur leika í 1. deild að ári

  Kvennasveit GKB sigraði í 2. deild 50 ára og eldri og tryggðu sér þar með sæti í 1. deild að ári. Frábær árangur hjá okkar konum, sem unnu alla leiki sína í 2. deildinni og sigurinn því verðskuldaður. Karlalið GKB var skráð i 3. deild og fer upp i 2 deild, án þess að spila þar sem aðeins tvö lið skráðu sig i þá deild.

 • Sunnudagur, 10. ágúst 2014 - 15:57
  GKB leikur áfram í 2. deild

  Sveit GKB sigraði GHR 5:0 í leik um 5.-8. sæti í 2. deild karla á Kiðjabergsvelli í dag. Með sigrinum tryggði GKB sér áframhaldandi veru í 2. deild, en GHR og GA falla í 3. deild. Kjölur vann Golfklúbb Ólafsfjarðar 3:2 í leik um sigurinn í 2. deild og og endurheimtu bæði liðin þar með sæti sín í 1. deild.

 • Laugardagur, 9. ágúst 2014 - 22:05
  GKB vann GA og eygir von um að halda sætinu í 2. deild

  Sveit GKB sigraði í dag sveit Golfklúbbs Akureyrar (GA), 4:1, í leik um 5.-8. sætið í 2. deild karla sem fram fer á Kiðjabergsvelli. GKB spilar við GRH (Hellu) á morgun og með sigri í þeim leik heldur GKB sæti sínu í 2. deild. 

 • Laugardagur, 9. ágúst 2014 - 11:00
  Tap í tveimur fyrstu umferðum

  Sveit GKB tapaði með minnsta mun í tveimur fyrstu leikjum sínum í 2. deild Sveitakeppninnar á Kiðjabergsvelli í gær. Fyrri leikurinn var gegn Ólafsvíkingum (GJÓ) og tapaðist hann 2:3 og síðan tap gegn Grindvíkingum (GG) með sömu tölum. 

 • Þriðjudagur, 5. ágúst 2014 - 22:52
  Kiðjabergsvöllur lokaður næstu daga

  Félagar og gestir athugið að Kiðjabergsvöllur verður lokaður frá fimmtudeginum 7. ágúst, kl. 12:00, vegna boðsmóts Arionbanka. Þeir sem spila þann dag verða að hafa lokið leik í síðasta lagi kl. 12:00 á hádegi. Jafnframt verður völlurinn lokaður frá föstudeginum 8. ágúst til sunnudagsins 10. ágúst kl 12:00.

 • Mánudagur, 4. ágúst 2014 - 10:40
  Gunnar og Hinrik sigruðu á Gull-styrktarmótinu

  Gull-styrktarmót GKB fór fram á Kiðjbergsvelli laugardaginn 2. ágúst þar sem að Gunnar Gíslason og Hinrik Þráinsson sigruðu á 61 höggi nettó, en leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi. Veður var með ágætum þó svo að skúrir hafi verið af og til. Keppendur voru alls 176 eða 88 lið. 

 • Miðvikudagur, 30. júlí 2014 - 12:05
  Myndasería frá Gullmóti Hansínu Jens 2014

  Gullmót Hansínu Jens fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli um síðustu helgi. Mótið er árlegur viðburður hjá GKB og komast yfirleitt færri konur að en vilja.  HÉR getur að líta myndaseríu frá mótinu.