Skip to Content

Gkb

 • Föstudagur, 4. apríl 2014 - 10:02
  Einn vinavöllur í sumar - Öndverðarnes

  Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs hefur ákveðið að vera aðeins með einn vinavöll sumarið 2014 og er það Öndverðarnes. "Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að 55% af seldum vallargjöldum undanfarin tvö sumur hafa verið með allt að 50% afslætti til þeirra sem okkur heimsækja," segir í tilkynningu frá stjórn GKB.

 • Sunnudagur, 23. febrúar 2014 - 18:33
  Snorri fór holu í höggi í þriðja sinn!

  Snorri Hjaltason, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, fór holu í höggi síðastliðinn fimmtudag á 17. braut á Eagle Creek Golf Club vellinum í Orlando í Bandaríkjunum. Snorri hefur verið meðlimur Eagle Creek Golf Club undanfarin ár og má því segja að það sé hans annar heimavöllur. Þetta er í þriðja sinn sem hann nær draumahöggi allra kylfinga.

 • Miðvikudagur, 15. janúar 2014 - 10:13
  Mikill klaki á nokkrum flötum

  Mikill klaki hefur verið á nokkrum flötum Kiðjabergsvallar frá miðjum desember. Gæti það skaðað flatir ef ekki fer að hlýna og rigna á næstu dögum. Er það von okkar að úr rætist og við fáum hlýindakafla á næstu dögum. Ætlunin er að sanda þessar flatir um næstu helgi, jafnframt því að að reyna að brjóta klaka af þeim.

 • Miðvikudagur, 15. janúar 2014 - 9:46
  Gjalddagi fyrri hluta félagsgjalds er 15. janúar

  Um leið og við óskum félagsmönnum GKB gleðilegs árs með þökk fyrir liðin ár þá minnum við á að gjalddagi fyrri hluta félagsgjalds er 15. janúar 2014.  Stofnaðar hafa verið kröfur inn á heimabanka félagsmanna. Ekki voru sendir út greiðsluseðlar og var það eingöngu gert til að spara kostnað vegna þeirra, þar sem flestir greiða kröfur í gegnum heimabanka. 

 • Fimmtudagur, 19. desember 2013 - 13:59
  Gleðileg jól!

  Golfklúbbur Kiðjabergs óskar félögum, gestum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju golfári. Þökkum góðar stundir á golfvellinum á liðnu ári.

 • Fimmtudagur, 12. desember 2013 - 21:08
  Jóhann endurkjörinn formaður GKB

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn miðvikudaginn 11. desember. Á fundinn mættu 43 félagsmenn þar sem Jóhann Friðbjörnsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Jenetta Bárðardóttir fór yfir reikninga klúbbsins og kom fram í máli hennar að hagnaður af rekstri klúbbsins var 856 þúsund krónur fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en tap að frádregnum þeim liðum upp á 3,3 milljónir króna.

 • Fimmtudagur, 5. desember 2013 - 13:46
  Búið að opna myndasíðu á flickr.com

  Nú er búið að stofna sérstaka Kiðjabergs myndasíðu á flickr.com og þar er hægt að skoða fjölmargar myndir frá golfstarfinu á Kiðjabergsvelli. Þar má m.a. sjá myndir frá Meistaramótum klúbbsins síðustu ára, öðrum golfmótum og eins 20 ára afmælishófi klúbbsins sl. vor.