Skip to Content

Gkb

 • Mánudagur, 27. júlí 2015 - 21:17
  Stærsta mót sumarsins - fáir rástímar eftir

  Skráning er hafin í Styrktarmót GKB laugardaginn 1. ágúst. Mótið er til styrktar þátttöku GKB í Sveitakeppni GSÍ - 2. deild, sem fram fer í Vestmannaeyjum. Jafnframt sendum við lið til keppni í  1. deild eldri kvenna og  2. deild eldri karla.

 • Laugardagur, 25. júlí 2015 - 22:41
  Sesselía Erla sigraði í Gullmóti Hansínu

  Gullmót Hansínu Jens, sem er opið kvennamót, var haldið í Kiðjabergi laugardaginn 25. júlí í blíðskaparveðri. Keppendur voru almennt mjög ánægðir með mótið, völlinn og fyrirkomulag mótsins. Sesselía Erla Árnadóttir sigraði í punktakeppni og Soffía Ákadóttir hafnaði í öðru sæti.

 • Miðvikudagur, 22. júlí 2015 - 21:33
  Enn lausir rástímar í Gullmóti Hansínu Jens!

  Gullmót Hansínu Jens fer fram á Kiðjabergsvelli á laugardaginn. Þetta er eitt vinsælasta kvennamót lansins. Spilaðar eru 18 holur. Hámarks forgjöf er 28,0. Veitt verða ein verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Í punktamóti verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. 

 • Sunnudagur, 19. júlí 2015 - 1:12
  Jón og Sigrún léku best í Hjóna- og parakeppninni

  Hin árlega Hjóna- og parakeppni fór fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 18. júlí. 70 keppendur tóku þátt, eða 35 lið og komust færri að en vildu. Jón Pétursson og Sigrún Ragna Sigurðardóttir sigruðu á 67 höggum nettó. Brynjólfur Mogensen og Anna Skúladóttir höfnuðu í öðru sæti, aðeins einu höggi á eftir.

 • Föstudagur, 17. júlí 2015 - 8:17
  Framkvæmdir á Kiðjabergsvellli

  Framkvæmdir standa nú yfir á Kiðjabergsvelli. Þar á meðal eru unnið að breytingum á 9. braut, sem ætttu eð gera meðalkylfingum, eða þeim sem spila af gulum teig, auðveldra með að eiga við brautina. Reiknað er með að þessar framkvæmdir geti staðið yfir í viku til 10 dag, eða fram að mánaðarmótum.

 • Miðvikudagur, 15. júlí 2015 - 14:39
  Steinn hlaut Háttvísibikarinn 2015

  Í lokahófi meistaramóts GKB var afhentur í þriðja sinn Háttvísibikar GSÍ sem klúbbnum var færður í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins 2013. Í ár var það fyrrum vallarstjóri okkar, Steinn G. Ólafsson, sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá þennan bikar til varðveislu fram að næsta meistaramóti. 

 • Sunnudagur, 12. júlí 2015 - 13:25
  Myndasafn: Verðlaunahafar í meistaramóti GKB

  Lokahóf og verðlaunaafhending fyrir meistaramót GKB 2015 fór fram í golfskálanum Kiðjabergi eftir mótið, laugardaginn 11. júlí. Veðrið lék við keppendur alla fjóra mótsdagana og flestir sammála um að völlurinn hafi skartað sínu fegursta og líklega aldrei verið betri. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum mótsins.

 • Laugardagur, 11. júlí 2015 - 18:51
  Brynhildur og Hjalti klúbbmeistarar GKB 2015

  Brynhildur Sigursteinsdóttir varð klúbbmeistari GKB annað árið í röð, en keppni lauk á Kiðjabergsvelli í dag. Hjalti Atlason sigraði í karlaflokki, var fjórum höggum á undan meistaranum frá síðasta ári, Rúnari Óla Einarssyni og Birni Þór Hilmarssyni. Rúnar og Björn fóru í bráðabana um annað sætið og vann Björn á fyrstu holu í bráðabana og hreppti því annað sætið.

 • Föstudagur, 10. júlí 2015 - 21:57
  Hjalti í efsta sæti fyrir lokahringinn

  Það er mikil spenna fyrir lokahringinn í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli. Menn skiptast á um að hafa forystu og fyrir lokahringinn er Hjalti Atlason með forystu í meistaraflokki karla og Brynhildur Sigursteinsdóttir í meistaraflokki kvenna. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir lokahringinn: