Staðarreglur GKB
1. Vallarmörk, hælar og litaðar línur
Vallarmarkalína (Out of Bounds)
Innri mörk aðalvegar við 1., 2., 7., 8., 10., 11., 12., og 13., braut er skilgreint sem vallarmarkarlína. Boltar sem enda yfir innri línu (á vegi eða utar) eru utan vallarmarka.
2. Svæði merkt með bláum og hvítum hælum er friðlýst svæði (bannsvæði í grund í aðgerð)
Svæðið sem skilgreint er með bláum stikum með hvítum topp er bannreitur og á að meðhöndlast sem óeðlilegar vallaraðstæður, á 5. braut hægramegin, hóll fyrir framan 5. flöt, á 6. hóll hægramegin við flöt og hóll fyrir framan 14. braut. Taka verður vítalausa lausn frá truflun vegna bannreitsins samkvæmt reglu 16.1f, eða með því að láta bolta falla á fallreiti svæðanna. Ef bolti er tíndur í svæðinu má setja nýan bolta í leik.
3. Óhreyfanlegar hindranir
- Fjarlægðarstikur 100 m 150 m og 200 m
- Malar- og kurlbornir stígar
- Aðrar óhreyfanlegar hindranir - sjá skilgreiningu í golfreglunum
Fjarlægðar stikur (100, 150 og 200m), malar og kurlbornir stígar á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1. Engin lausn fæst samkvæmt reglu 15.2.
Á 12. braut er fallreitur fyrir þá sem lenda innan blámerkts svæðis á plani fyrir kerrur og golfbíla .
4. Færslur á braut
Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta, ef upphaflegi boltinn er skemmdur, innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan:
Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1).
Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:
Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis:
- Ekki má vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn
- Það verður að vera á almenna svæðinu.
Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.
Að öðru leyti skal leika samkvæmt golfreglum The Royal and Ancient of St. Andrews.
Almennt víti fyrir brot á staðarreglu í höggleik/punktakeppni tvö högg.
Almennt víti fyrir brot á staðarreglu í holukeppni holutap.