Skip to Content

Gkb

 • Mánudagur, 18. júní 2018 - 23:46
  GKB-konur höfðu vinninginn gegn GÖ

  Bikarkeppni kvenna hjá GKB og GÖ fór fram á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 17. júní. Svo fór að lið GKB hafði betur, vann með 140 punktum gegn 100. GKB-konur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í punktakeppninni. Áslaug Sigurðardóttir var efst með 39 punkta.

 • Miðvikudagur, 13. júní 2018 - 13:23
  Bikarmót GKB og GÖ fer fram 17. júní

  Sunnudaginn 17. júní, þjóðhátíðardaginn, fer bikarmót GKB og GÖ kvenna fram á Kiðjabergsvelli. Mótið er punktamót og verða veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti
  og fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum.

 • Föstudagur, 8. júní 2018 - 21:14
  Stóra Texas mótinu aflýst

  Stóra Texas scramble mótið, sem fram átti að fara á Kiðjabergsvelli laugardaginn 9. júní, hefur verið frestað vegna veðurs og dræmrar þátttöku. Næsta mót á vellinum verður hið árlega Jónsmessumót 22. júní.  

 • Föstudagur, 8. júní 2018 - 12:26
  Páll fór holu í höggi

  Það er alltaf gaman þegar kylfingar ná draumahögginu, en það gerði Páll Kr. Pálsson á Kiðjabergsvelli á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir síðasta dag maí mánaðar og sló beint í holu af teig á 16. braut, sem er um 120 metra löng.  Við óskum Páli innilega til hamingju með draumahöggið.

 • Fimmtudagur, 7. júní 2018 - 23:30
  Stóra Texas Scramble mótið á laugardaginn

  Stóra Texas scramble mótið fer fram á Kiðjabergsvelli á laugardaginn. Búið er að opna fyrir skráningu inn á golf.is. Tveir kylfingar leika saman í liði og er hámarksforgjöf karla 24 og 28 hjá konum. Vegleg verðlaun eru í boði. Helstu styrktaraðilar mótsins eru: Húsasmiðjan, Bakarameistarinn og Ölgerðin. 

 • Sunnudagur, 3. júní 2018 - 18:16
  Hjónin á horninu efst í fyrsta mótinu

  Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli fór fram á laugardaginndag þegar keppt var í Grand Open, sem er með texas scramble fyrirkomulagi. 74 keppendur mættu til leiks og fengu gott veður. Sigurvegarar voru Hjónin á horninu, Mjöll Björgvinsdóttir og Ólafur Stefánsson en þau léku á 58 höggum nettó.

 • Þriðjudagur, 22. maí 2018 - 22:42
  10 golfmót á dagskrá í sumar

  Nú er mótaskrá sumarsins á Kiðjabergsvelli orðin klár. Alls eru 10 mót á dagskrá og verður það fyrsta þann 2. júní, en þá verður Grand Open. Lokamót sumarsins verður Bændaglíman, en hún fer fram 15. september. Ekkert mót á vegum GSÍ verður á vellinum á þessu sumri. 

 • Fimmtudagur, 10. maí 2018 - 10:31
  Vinnudagur og opnun vallar

  Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa í Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn laugardaginn 12. maí. Mæting við vélaskemmu kl. 10:00. Unnið verður til kl. ca. 14:00. Að loknum vinnudegi verður Rakel í Golfskálanum með súpu, brauð og grillaðar pylsur. Opnum völlinn fyrir skráningu kl 13.00.sama dag.

 • Miðvikudagur, 7. mars 2018 - 14:15
  Skemmdir unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli

  Skemmdir voru unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli á dögunum. Þar var ekið á bíl eða fjórhjóli inn á brautina og skemmdir unnar með því að aka í hringi á mjúkri brautinni. Eins og fram kemur á myndinni er um talsverðar skemmdir að ræða, sem tíma tekur að laga.