Glæsileg æfingaaðstaða utandyra
Hjá golfklúbbi Kiðjabergs er glæsilegt útiæfingasvæði þar sem að allir eru velkomnir. Á æfingasvæðinu eru 12 stæði með mottum. Hægt er að greiða fyrir æfingabolta í boltavél fyrir utan golfskálann alla daga vikunnar yfir sumartímann svo að í boði er að æfa sig á hvaða tíma sólahringsins sem er.
Einnig eru tvær púttflatir staðsettar við golfskálann.
Staðsetning
Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Suðurlandsveg í átt að Selfossi og þaðan sem leið liggur í átt að Grímsnesi og beygt til hægri rétt áður en komið er að Borg í Grímsnesi og afleggjaranum til Sólheima. Þaðan er steinsnar að golfvellinum sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í Íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Við Hestvatn er tjald- og hjólhýsasvæði með rafmagnstengingum fyrir hjólhýsin. Þar er einnig hreinlætis- og baðaðstaða með heitu og köldu vatni. Upplýsingar um notkun tjaldsvæðis er gefin í golfskálanum.
Veitingasala
Veitingasala í golfskála er opin á virkum dögum til 15. september og um helgar fram í október.
Staðsetning
Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík og 25 mínútur frá Selfossi.
HAFÐU SAMBAND | Enquiries
Hér er hægt að senda okkur margs konar fyrirspurnir varðandi golfvöllinn og golfklúbbinn. Ekki hika við að spyrjast fyrir um hópa, golfmót, undirbúning starfsmannaferða og annað sem kemur upp í hugann þegar þú skoðar golfvöllinn og aðstöðuna hér á heimasíðunni. Ef þú ert hins vegar að leita eftir rástíma smelltu hér.