Nýr framkvæmdastjóri GKB

Valur Jónatansson • 13. desember 2025

Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB

Guðmundur Fannar Vigfússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs. Hann tekur við starfinu 1. janúar 2026 af Þórði Rafni Gissurarsyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin þrjú ár. Þetta var tilkynnt á aðalfundi GKB, sem fram fór í golfskálanum Kiðabergi í dag.


29 umsóknir bárust til stjórnar GKB um framkvæmdastjórastarfið og var Guðmundur Fannar talinn hæfastur. Hann er Selfyssingur og hefur að mestu verið við störf tengda ferðaþjónustu á suðurlandi undanfarin ár, var síðast markaðsstjóri Fontana á Laugarvatni. 


Hann segist spenntur fyrir nýja starfinu og það væri mikil áskorun og um leið krefjandi að halda vellinum áfram á meðal þeirra bestu á Íslandi.  "Þetta starf leggst vel í mig og það tekur mig auðvitað smá tíma að komast inn í hlutina hjá klúbbnum, en ég er mjög spenntur og þakka stjórn GKB fyrir það traust að gefa mér þetta tækifæri," sagði Guðmundur Fannar.


"Við í stjórn GKB erum mjög ánægð og full tilhlökkunar að vinna með nýjum framkvæmdastjóra og bjóðum hann velkominn til starfa og hlökkum til komandi sumars," segir Guðmundur formaður GKB og um leið þakkaði hann Þórði Rafni fyrir vel unnin störf.


Þórður Rafn, sem er PGA-kennari, hefur verið ráðinn til starfa hjá ELVA golf ehf, sem er byltingarkennd lausn í golfþjálfun, þ.e. nákvæm sveiflumæling án skynjara, þróuð af íslenskum frumkvöðlum og byggt á vísindum Dr. Rob Neal.  "Þetta hefur verið krefjandi og skemmtilegt starf hjá GKB. Ég held að ég geti farið sáttur frá borði og skilað af mér góðu búi."


Myndir/Valur Jónatansson.


Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!