Kiðjabergsvöllur valinn "Besti golfvöllur á Íslandi 2025" af World Golf Awards

14. nóvember 2025

Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð

Kiðjabergsvöllur var útnefndur Besti golfvöllur Íslands árið 2025 hjá World Golf Awards en þetta er í 12. skipti sem verðlaunin eru veitt. Þetta er annað árið í röð sem völlurinn hlýtur titilinn og staðfestir það mikla og stöðuga gæðastarf sem unnið hefur verið á Kiðjabergi undanfarin ár.


World Golf Awards eru hluti af World Travel Awards™, sem stofnaðir voru árið 1993 til að viðurkenna og verðlauna framúrskarandi árangur í ferða-, þjónustu- og gestrisnisiðnaði um allan heim. Í dag eru World Travel Awards™ viðurkennd alþjóðleg gæðamerki og teljast æðsta tákn um ágæti innan greinarinnar.


„Það er ótrúlega ánægjulegt að sjá Kiðjabergsvöll hljóta þessa viðurkenningu annað árið í röð. Verðlaunin eru staðfesting á því að vinnan sem lögð hefur verið í völlinn skilar sér bæði faglega og í upplifun þeirra sem spila hann. Vallarstarfsmenn GKB hafa unnið af mikilli ástríðu og metnaði og þetta er sameiginlegur sigur okkar allra“ segir Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs.


„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan heiður. Að vera kjörinn besti golfvöllur Íslands árið 2025, og það annað árið í röð, er gífurleg viðurkenning fyrir allt það ómetanlega starf sem hefur verið unnið á Kiðjabergi í fjölda ára. Sjálfboðaliðar, starfsfólk og stuðningsfólk klúbbsins hafa allir lagt sitt af mörkum. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Þessi viðurkenning hvetur okkur áfram til að halda áfram á sömu braut og gera völlinn enn betri“ að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, formanns Golfklúbbs Kiðjabergs.


Útnefningin er mikil viðurkenning fyrir Golfklúbb Kiðjabergs og endurspeglar þann mikla metnað, fagmennsku og ómetanlega vinnu sem stjórn, starfsfólk og sjálfboðaliðar hafa lagt í völlinn í gegnum árin. Golfklúbbur Kiðjabergs þakkar öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera Kiðjabergsvöll að þeim frábæra velli sem hann er í dag – án þeirra hefði þessi árangur ekki náðst.



14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli