Þórður hættir sem framkvæmdastjóri
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!

Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir þrjú farsæl ár í starfi. Á þessum tíma hefur hann unnið ötullega að uppbyggingu og þróun vallarins og starfsemi klúbbsins. Ennfremur hefur Þórður átt stóran þátt í að efla bæði rekstur og félagsanda í Kiðjabergi.
Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs vill færa Þórði innilegar þakkir fyrir hans störf, metnað og jákvætt framlag á undanförnum árum. Leit að nýjum framkvæmdastjóra er hafin, og verður unnið að því að tryggja mjúkt og farsælt umskiptaferli á næstu vikum.
Þórður segir að veran í Kiðjabergi hafi verið afar ánægjuleg og lærdómsrík
„Það hefur verið einstök upplifun að fá að starfa með frábæru fólki og taka þátt í því að þróa og efla starfsemi Golfklúbbs Kiðjabergs. Klúbburinn hefur verið í stöðugum vexti og það hefur verið bæði skemmtileg og gefandi áskorun að taka þátt í þeirri vegferð. Sérstaklega var ánægjulegt að vera hluti af því Kiðjabergsvöllur hlaut nafnbótina Besti golfvöllur á Íslandi 2024 af World Golf Awards, " segir Þórður.
Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef átt hér og þann mikla stuðning sem ég hef notið. Nú er þó kominn tími á breytingar og nýjar áskoranir. Ég mun að sjálfsögðu styðja nýjan framkvæmdastjóra í umskiptunum og óska Golfklúbbi Kiðjabergs alls hins besta í framtíðinni.“
Guðmundur Ásgeirsson, formaður stjórnar Golfklúbbs Kiðjabergs, segir að stjórn kunni Þórði miklar þakkir fyrir hans framlag: „Þórður hefur unnið afar öflugt starf hér í Kiðjabergi og lagt sig fram um að efla bæði rekstur, þjónustu og félagsanda innan klúbbsins. Hann hefur leitt starfið af fagmennsku, jákvæðni og einlægum áhuga á fólkinu sem stendur að baki Kiðjabergi. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.“
Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs þakkar Þórði Rafni kærlega fyrir frábær störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.









