Þórður hættir sem framkvæmdastjóri

Valur Jónatansson • 30. október 2025

Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!

Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir þrjú farsæl ár í starfi. Á þessum tíma hefur hann unnið ötullega að uppbyggingu og þróun vallarins og starfsemi klúbbsins. Ennfremur hefur Þórður átt stóran þátt í að efla bæði rekstur og félagsanda í Kiðjabergi.

Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs vill færa Þórði innilegar þakkir fyrir hans störf, metnað og jákvætt framlag á undanförnum árum. Leit að nýjum framkvæmdastjóra er hafin, og verður unnið að því að tryggja mjúkt og farsælt umskiptaferli á næstu vikum.

Þórður segir að veran í Kiðjabergi hafi verið afar ánægjuleg og lærdómsrík
„Það hefur verið einstök upplifun að fá að starfa með frábæru fólki og taka þátt í því að þróa og efla starfsemi Golfklúbbs Kiðjabergs. Klúbburinn hefur verið í stöðugum vexti og það hefur verið bæði skemmtileg og gefandi áskorun að taka þátt í þeirri vegferð. Sérstaklega var ánægjulegt að vera hluti af því Kiðjabergsvöllur hlaut nafnbótina Besti golfvöllur á Íslandi 2024 af World Golf Awards, " segir Þórður.


Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef átt hér og þann mikla stuðning sem ég hef notið. Nú er þó kominn tími á breytingar og nýjar áskoranir. Ég mun að sjálfsögðu styðja nýjan framkvæmdastjóra í umskiptunum og óska Golfklúbbi Kiðjabergs alls hins besta í framtíðinni.“

Guðmundur Ásgeirsson, formaður stjórnar Golfklúbbs Kiðjabergs, segir að stjórn kunni Þórði miklar þakkir fyrir hans framlag: „Þórður hefur unnið afar öflugt starf hér í Kiðjabergi og lagt sig fram um að efla bæði rekstur, þjónustu og félagsanda innan klúbbsins. Hann hefur leitt starfið af fagmennsku, jákvæðni og einlægum áhuga á fólkinu sem stendur að baki Kiðjabergi. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.“

Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs þakkar Þórði Rafni kærlega fyrir frábær störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!