Liðamót fyrir GKB-inga

jún. 16, 2021

Nýtt mót fyrir félagsmenn GKB

Nýtt mót fyrir félagsmenn GKB verður komið á ef áhugi er fyrir hendi. Markmiðið er að félagar kynnist öðrum félagmönnum GKB betur. Hvert lið er skipað hjónum, pari, feðgum, mæðgum eða öðrum tengdum einstaklingum. Keppt er með forgjöf og hver einstaklingur er með sína forgjöf. Hámarksforgjöf karla og kvenna er 36 (þ.e. vallarforgjöf). Þátttaka er ókeypis. Forðast skal að spila með góðkunningjum sínum!

Hver viðureign er milli tveggja liða og leika þau 18 holur á Kiðjabergsvelli. Í hverri viðureign verða samtímis tvö mót í gangi, holukeppni og „róni“.

Hvert par leikur allt að 8 viðureignir og gilda 6 bestu. Viðureignirnar eiga að fara fram á tímabilinu 17. júní til 7. september.

Stefnt er að verðlaunaafhendingu laugardaginn 11. september, þegar bændaglíman fer fram. Veitt verða 4 til 6 verðlaun en útfærsla verður kynnt eftir að skráningu lýkur. Þá verður líka kynnt hvernig lið para sig saman og aðkomu mótsstjórnar, Stellu og Snjólfs, að þeirri pörun.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. júní kl. 24:00. Skráning fer fram með þeim hætti að senda tölvupóst til mótsstjórnar á snjolfur@hi.is.

Holukeppnin er með fyrirkomulaginu betri bolti (fjöldi punkta). Í róna gildir besta skor og betra samanlagt auk þess sem fugl gefur prik. Þeir sem þekkja ekki þetta fyrirkomulag eða eru ekki vanir að reikna svona lagað þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þeir sem vilja læra á þetta munu fá góða leiðsögn, en svo má einfaldlega skila inn (myndum af) skorkortunum og mótsstjórn reiknar þá niðurstöðuna. Nánari reglur um keppnirnar verða kynntar eftir að skráningu lýkur.

Munið að markmiðið með liðamótinu er að spila með félögum sem maður er ekki vanur að spila með og hafa gaman saman!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Eftir Valur Jónatansson 16 Nov, 2023
Jólahlaðborð verður 9. desember
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Aðalfundur GKB!
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Golfsumarið var frábært
Fleiri færslur
Share by: