Bjarki sigurvegari í Gull 24 Open

2. júlí 2022

Bjarki Pétursson úr GKB lék best allra í einu fjölmennasta og glæsilegasta golfmót ársins, sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. 307 keppendur voru ræstir út á einum sólarhring, frá kl. 14 á föstudag

til kl. 13:50 á laugardag. 

Bjarki Pétursson hlaut 41 punkt og reyndist það besta skorið í mótinu. Hann er með 21,5 í forgjöf og lék á 89 höggum, sem verðru að teljast frábært skor hjá honum. Hulda Sigurbjörnsdóttir úr GKG varð í öðru sæti á 40 punktum og Haraldur Óskar Haraldsson úr GS í þriðja sæti, einnig á 40 punktum.


Glæsilegir vinningar voru fyrir 5 efstu sætin frá Icelandair og vegleg nándarverðlaun að verðmæti 80.000 kr.


Nándarverðlaun í mótinu voru sem hér segir:

3. braut:  Daði Granz 27,5 cm

7. braut:  Hermundur Rósinkrans 107cm

12. braut:  Anna Júlía 98 cm
16. braut: Rúnar Óli  95 cm


Fimm efstu í punktakeppni:
1. Bjarki Pétursson Golfklúbbur Kiðjabergs  41

2. Hulda Sigurbjörnsdóttir Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 40

3. Haraldur Óskar Haraldsson Golfklúbbur Suðurnesja 40

4. Anton Kjartansson Golfklúbbur Álftaness 39

5. Davíð Kristján Hreiðarsson Golfklúbburinn Keilir 38


Nándarverðlaunin má nálgast í golfskálanum Kiðjabergi.  Vinningana frá Icelandair fá verðlaunahafar senda í pósti.  Vinningshafar eru vinsamlegast beðnir að senda póst á gkb@gkb.is varðandi þá vinninga.


Golfkúbburinn þakkar öllum sem tóku þátt í þessu skemmtilega miðnæturmóti, sem svo sannarlega er komið til að vera. Vonandi sjáum við sem flesta á næsta ári.


Heildarúrslit í mótinu má sjá HÉR.








Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB