Bændaglíma 2022

30. ágúst 2022

Hver verður kóngurinn á Kiðjabergi?

Eftir gott golfsumar þá lokum við dagskránni þann 10.  september með Bændaglímu á Kiðjabergsvelli. Bændur í ár verða Jenni formaður mótanefndar og Óli læknir.  Það er búið að opna fyrir skráningu á GolfBox. Hægt er að skrá lið, en að sjálfsögðu er hægt að skrá sig sem einstakling og svo verða lið sett saman.


Bændur skipta með sér liðum og svo verður ræst út á öllum teigum kl. 11:00. Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem lið hvors Bónda eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir Bóndann.
Forgjöf hvers liðs er reiknuð sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2.5, þó ekki hærra en vallarforgjöf lægsta leikmanns. Nándarverðlaun á öllum par-3 holum vallarins.


Mótsgjald kr 4.000 á mann.


Verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á veglegri lokahátíð, sem hefst kl 19:00. Klukkan 21 opnar svo húsið fyrir alla og verða trúbadorar sem spila fyrir dansi langt fram á kvöld.


Lokahátíð
Um kvöldið bíður Rakel upp á veglegt veislu í golfskálanum, lambalæri að hætti bóndans með nýuppteknu grænmeti og smælki og síðan er rabbarbara eftirréttur. 5.000 krónur á mann.
Gengið er frá pönntunum í matinn í gegnum golfboxið þegar þið skráið ykkur í mótið.


Mótanefnd GKB.


Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB