Formleg opnun vallar

19. maí 2021

Opnun Kiðjabergsvallar

Frá og með föstudeginum 21. maí opnar Kiðjabergsvöllur fyrir almenning. Einnig verður notkun golfbíla leyfð frá þeim degi. Völlurinn er enn mjög viðkvæmur og því biðjum við meðlimi að takmarka notkun golfbíla ef það er mögulegt.

 Við viljum biðjum alla sem ætla að fara um völlinn á golfbílum að fara mjög varlega og alls ekki fara nær flötum en sem nemur 15 metrum. Einnig að keyra í röffinu þar sem þess er nokkur kostur. 

Ef vandræði skapast með völlinn þá áskiljum við okkur að banna notkun golfbíla þar til ástandið batnar. Það er því afar mikilvægt að allir sýni mikla tillitssemi við völlinn.

Enn er þó nokkuð frost í vellinum, svo hann er enn mjög hólóttur á mörgum stöðum. 

Búið er að valta flest svæði, en þau ganga illa niður þegar enn er frost sem og að jarðvegurinn er mjög þurr.

Við munum halda áfram að valta hann næstu daga til að vinna á frostlyftingunum, en búast má við að frost verði í honum eitthvað áfram.


Eftir Valur Jónatansson 4. maí 2025
Formleg opnun var 1. maí
Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Fleiri færslur