GKB styrkir Ljósið!

Valur Jónatansson • 29. september 2025

GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur

Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs ákvað að veita Ljósinu styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Um er að ræða innkomu af þátttökugjöldum í Bændaglímu sem haldin var laugardaginn 13. september.


Ljós­ið sinnir mikilvægu starfi sem margar fjölskyldur njóta á einn eða annan hátt. Með styrknum vill golfklúbburinn styðja áframhaldandi starfsemi þar sem velferð og lífsgæði fólks eru í brennidepli.


Golf er vinsæl útivist og hreyfing sem nýtist mörgum vel, og leggur Golfklúbbur Kiðjabergs áherslu á að allir geti tekið þátt á sínum forsendum. Klúbburinn hefur yfir að ráða fjölda golfbíla svo kylfingar með skerta hreyfigetu geti einnig notið leiksins.

„Við viljum stuðla að bættri líðheilsu og leggja okkar af mörkum til þess að starfsemi Ljóssins dafni um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs.


Mynd: Frá vinstri: Þórhalli Einarsson, stjórnarmaður GKB, Erna Magnúsdóttir, framkvæmdarstýra Ljóssins og Guðmundur Ásgeirsson formaður GKB.

Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!