Farið að síga á seinni hlutann!

Valur Jónatansson • 26. september 2025

Klúbbhúsið lokar frá 29. september

Vegna mikillar bleytu á Kiðjabergsvelli hefur verið ákveðið að banna alla umferð golfbíla á vellinum þar til annað verður tilkynnt.  Klúbbhús Golfklúbbs Kiðjabergs lokað frá og með mánudeginum 29. september.


Mikið hefur rignt síðustu daga og er markmiðið með að banna golfbíla að vernda völlinn fyrir skemmdum sem gætu orðið við slíkar aðstæður. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er talsverð bleyta. Slíka polla má finna á nokkrum stöðum á vellinum að svo stöddu.


Völlurinn sjálfur verður þó áfram opinn og geta kylfingar því spilað þar til annað verður auglýst.

Leikmenn eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá golfklúbbnum varðandi breytingar á stöðunni.


Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel