Háttvísibikar GKB 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025

Það var hátíðleg stund í lokahófi GKB um síðustu helgi þegar tilkynnt var að Sigrún Ragnarsdóttir mundi hljóta Háttvísibikar GKB 2025. Bikarinn er veittur þeim félagsmanni sem sýnt hefur framúrskarandi framlag í þágu klúbbsins og stuðlað að jákvæðum anda innan hans.
Sigrún hefur verið öflugur liðsmaður í starfi klúbbsins. Hún hefur verið virkur sjálfboðaliði og hefur síðustu ár leitt kvennastarf GKB í hlutverki formanns, þar sem hún hefur lagt mikla áherslu á að efla samstöðu, gleði og samfélag meðal GKB kvenna.
„Sigrún er einstakur félagi sem sýnir alltaf gott fordæmi með jákvæðni, góðum hug og ótrúlegri orku. Hún hefur verið mikil hvatning fyrir aðra og er fyrirmynd okkar allra í GKB,“ segir Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri GKB.
Með bikarnum vill klúbburinn þakka Sigrúnu kærlega fyrir ómetanlegt starf og þá hlýju sem hún hefur fært inn í starfið.
Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju og hlökkum til að njóta krafta hennar áfram í starfi GKB!
Mynd: Sigrún er hér með Jónasi Kristinssyni, ritara GKB og Guðmundi K. Ásgeirssyni, formanni GKB: