Góð þátttaka í Stóra Texas mótinu

Valur Jónatansson • 9. júní 2024

Þrjú lið á 12 höggum undir pari!

Lið BjöBja, sem var skipað GR-ingunum Bjarka Marinó Albertssyni og Björgvini Atla Júlíussyni, sigraði í Stóra Texas Scramble mótinu, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 8. júní. Þeir félagar léku á 59 höggum nettó, eða 12 höggum undir pari vallar.


Tvö önnur lið, Prýðisfólk og ET, voru á sama skori, en lið BjöBja var á besta skorinu á seinni níu. 64 lið mættu til leiks og var spilað tveggja manna texas. Uppselt var í mótið og komust því færri að en vildu.


Næstir holu:

3. hola: Helena K. Brynjólfsdóttir -  2,21m

7. hola: Sæþór Ólafsson -  3,79m

12. hola: Mr. Crane -  1,27m

16. hola: Emil Þór Ragnarsson 2,72m


HÉR má sjá öll úrslit í mótinu.


Verðlaun:
1. sæti - 2x 35 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

2. sæti - 2x 30 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

3. sæti - 2x 25 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

Nándarverðlaun eru frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.


GKB þakkar öllum fyrir góða þátttöku og skemmtilega keppni. Vinningshafar geta vitjað um vinninga sína í Golfskálanum Kiðjabergi.


4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!