Góð þátttaka í Stóra Texas mótinu

Valur Jónatansson • 9. júní 2024

Þrjú lið á 12 höggum undir pari!

Lið BjöBja, sem var skipað GR-ingunum Bjarka Marinó Albertssyni og Björgvini Atla Júlíussyni, sigraði í Stóra Texas Scramble mótinu, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 8. júní. Þeir félagar léku á 59 höggum nettó, eða 12 höggum undir pari vallar.


Tvö önnur lið, Prýðisfólk og ET, voru á sama skori, en lið BjöBja var á besta skorinu á seinni níu. 64 lið mættu til leiks og var spilað tveggja manna texas. Uppselt var í mótið og komust því færri að en vildu.


Næstir holu:

3. hola: Helena K. Brynjólfsdóttir -  2,21m

7. hola: Sæþór Ólafsson -  3,79m

12. hola: Mr. Crane -  1,27m

16. hola: Emil Þór Ragnarsson 2,72m


HÉR má sjá öll úrslit í mótinu.


Verðlaun:
1. sæti - 2x 35 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

2. sæti - 2x 30 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

3. sæti - 2x 25 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

Nándarverðlaun eru frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.


GKB þakkar öllum fyrir góða þátttöku og skemmtilega keppni. Vinningshafar geta vitjað um vinninga sína í Golfskálanum Kiðjabergi.


Eftir Valur Jónatansson 4. maí 2025
Formleg opnun var 1. maí
Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Fleiri færslur