Stóra Texas mótið

Valur Jónatansson • 3. júní 2024

Í fyrra mættu 130 keppendur í Stóra Texas mótið!

Þá er komið að Stóra Texas Scramble mótinu hjá okkur í Kiðjaberginu. Mótið fer fram næsta laugardag, 8. júní.  Leikfyrirkomulagið er að sjálfsögðu Texas Scramble, tveir saman í liði, samanlögð forgjöf deilt í með 2,5.


Hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28. Einungis karlar sem verða 70 ára á árinu, og eldri spila frá rauðum teigum. Í fyrra mættu 130 keppendur í þetta mót og má búast við álíka þátttöku núna. Það er því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Glæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

1. sæti - 2x 35 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

2. sæti - 2x 30 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

3. sæti - 2x 35 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs

Nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.


Leiga á golfbíl er 8.000kr. Panta þarf golfbíl með því að senda póst á gkb@gkb.is. ATH viðkomandi þarf að fá staðfestingu frá starfsmanni GKB í skriflegu formi að bíll sé frátekinn í nafni þess aðila.


Skráning í mótið fer fram HÉR.

4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!