Taramar vinkvennamót GKB og GKG | föstudaginn 14. júní

Börkur Arnvidarson • 29. maí 2024

Golfmótið fer fram á Kiðjabergsvelli 14. júní

Leikfyrirkomulag Taramar golfmótsins er punktakeppni með hámarks leikforgjöf 36. ⛳️Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00. Tímabókanir verða notaðir til að setja hópa á teiga. Spilað verður á Kiðjabergsvelli.


Endanlegir ráslistar verða birtir á hádegi fimmtudag 14. júní.


‼️ Þáttaka í mótinu er gjaldfrjáls fyrir GKB konur en fyrirkomulagið er þannig að GKB koknur greiða við skráningu í Golfboxinu og fá svo endurgreitt frá klúbbnum.


Glæsileg verðlaun frá TARAMAR 💚

  • Veitt verða verðlaun fyrir besta skor og 1.-3. sæti í punktakeppni. Ekki er hægt að vinna bæði besta skor og punktakeppni.
  • Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Dregið verður úr skorkortum.


Golfbílar

Óska þarf eftir golfbíl með því að senda póst á gkb@gkb.is. Athugið að það þarf að fá staðfest fra starfsmanni GKB að golfbíll sé frátekin fyrir viðkomandi aðila.


Veitingar eftir mót

Hægt verður að kaupa kjúklingasúpu, kaffi og sætt með því á 4000 krónur.


Athugið að mótið er eingöngu fyrir GKG og GKB konur.


  • Viltu kynna þér Taramar húðvörurnar? Skoðaðu þær hér á www.taramar.is




Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!