Vinnudagur

Valur Jónatansson • 23. maí 2024

Vel mætt á vinnudag GKB

Rúmlega 40 galvaskir klúbbmeðlimir GKB mættu á vinnudag á fallegum laugardagsmorgni um síðustu helgi. Það voru mörg verkefni sem þurfti að vinna og undir handleiðslu vallarnefndar gekk mjög vel að haka við þau öll og meira til.


Meðal verkefna voru tyrfing á 1. holu, raka möl á 7. braut, bera á handrið á 9. holu, tína rusl meðfram vegum, henda timbri á kerrur til förgunar, málun steina á bílastæði og uppsetning á grilli, o.fl. Óhætt er að segja að þátttakendur hafi tekið til hendinni og unnið sín verkefni hratt og vel. Miklu var áorkað og eiga allir hlutaðilar hrós skilið.


Einnig kom aukaverkefni í lokin við að ná tveimur rollum og koma þeim á öruggan stað, en því miður, þrátt fyrir að klúbbmeðlimir gerðu sitt besta, sáu rollurnar við þeim aðilum.

Eftir vinnudaginn var boðið upp á pylsur í klúbbhúsi og margvísleg málefni rædd, auk þess sem margir prófuðu klúbbfatnað GKB fyrir 2024. Ennfremur skelltu margir sér beint út á golfvöll enda veðrið með eindæmum gott.



Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB