Vinnudagur

Valur Jónatansson • 23. maí 2024

Vel mætt á vinnudag GKB

Rúmlega 40 galvaskir klúbbmeðlimir GKB mættu á vinnudag á fallegum laugardagsmorgni um síðustu helgi. Það voru mörg verkefni sem þurfti að vinna og undir handleiðslu vallarnefndar gekk mjög vel að haka við þau öll og meira til.


Meðal verkefna voru tyrfing á 1. holu, raka möl á 7. braut, bera á handrið á 9. holu, tína rusl meðfram vegum, henda timbri á kerrur til förgunar, málun steina á bílastæði og uppsetning á grilli, o.fl. Óhætt er að segja að þátttakendur hafi tekið til hendinni og unnið sín verkefni hratt og vel. Miklu var áorkað og eiga allir hlutaðilar hrós skilið.


Einnig kom aukaverkefni í lokin við að ná tveimur rollum og koma þeim á öruggan stað, en því miður, þrátt fyrir að klúbbmeðlimir gerðu sitt besta, sáu rollurnar við þeim aðilum.

Eftir vinnudaginn var boðið upp á pylsur í klúbbhúsi og margvísleg málefni rædd, auk þess sem margir prófuðu klúbbfatnað GKB fyrir 2024. Ennfremur skelltu margir sér beint út á golfvöll enda veðrið með eindæmum gott.



Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur