Innheimta á félagsjöldum GKB fyrir 2024

jan. 04, 2024

Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024

Það styttist óðum í næsta golftímabil og því ekki seinna vænna en upplýsa ykkur, kæru félagsmenn GKB, varðandi innheimtu á félagsgjöldum fyrir árið 2024.


Á aðalfundi þann 18. desember síðastliðinn voru árgjöld 2024 samþykkt fyrir komandi ár skv. lögum klúbbsins. Félagsgjöld hafa því nú verið lögð á og fer innheimta og ráðstöfun greiðslna í fyrsta sinn fram í gegnum Abler félagakerfið. Er þetta liður í nútímavæðingu GKB.

Abler félagakerfið er notað af mörgum af stærstu íþróttafélögum landsins (Breiðablik, HK, o.fl.) sem og öðrum fyrirtækjum t.d. World Class sem eru með mikinn fjöldi félagsmanna.
Abler félagakerfið auðveldar gegnsæi og utanumhald varðandi félagafjölda, fjármál, stöðu á innheimtum og öðru þar sem er mikilvægt að hafa góða yfirsýn.


Þau
sem eru þegar með aðgang að Abler geta farið beint inn á vefverslun GKB á Abler sem má einnig finna að neðan.


Þau sem eru ekki með aðgang og þarfnast aðstoðar við innskráningu geta notast við eftirfarandi leiðbeiningar (ýta á leiðbeiningar) eða haft samband við gkb@gkb.is


Boðið er upp á ýmsa félagsaðildarmöguleika í vefversluninni.

Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár. 

Greiðsluseðill - Hægt að skipta greiðslum í tvennt

Greiðslumiðlun ehf. gefur út greiðslukröfur fyrir hönd félagsins. Kennitala Greiðslumiðlunar er 540612-1020. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings, eindagi er 15 dögum síðar.Athugið að greiðslu- og umsýslugjald kr. 390*.m.vsk. leggst við upphæð hverrar greiðslu. 10 dögum eftir eindaga fer krafan í innheimtuferli með tilheyrandi kostnaði. Á kröfu sem ekki er greidd á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Ef þörf er á aðstoð endilega hafið samband við GKB með því að hringja í síma 486-4495 eða senda póst á gkb@gkb.is.

ATH. Einnig verður mögulegt að fá innheimtu í gegnum banka handvirkt. Hafa þarf samband við gkb@gkb.is með nafni/nöfnum, kt. og heimilisfangi ásamt því hvernig félagsgjald viðkomandi vill kaupa.


Full félagsaðild í Golfklúbbi Kiðjabergs árið 2024



Þeir aðilar sem flokkast í fulla félagsaðild eru fæddir frá 1955 til 1998.

ATH. Þeir sem eru fæddir 1954 eða fyrr eiga að greiða fullt árgjald 70+ ára.

Aðilar fæddir 1999 eða fyrr greiða í 25 ára og yngri nema séu undir 16 ára að aldri og er barn/barnabarn GKB meðlims sem hefur greitt félagsaðild fyrir 2024.


Fullt árgjald 26 til 69 ára (f.1955 til 1998) - 107.000kr + 9.000kr inneign í skála = 116.000kr


Fullt árgjald 70 ára og eldri (f.1954 og eldri) - 96.000kr + 9.000kr inneign í skála = 105.000kr


Fullt árgjald 25 ára og yngri (f. 1999 og yngri) - 38.000kr


Fullt árgjald (Námsfólk)* - Í lánshæfu mati skv. Lín - 58.000kr


Fullt árgjald - Fjölskyldugjald - 16 ára og yngri (f. 2008 og yngri)** - 7.000kr

Golfbílagjald er 26.000kr fyrir tímabilið.
 

*Í lánshæfu mati skv. LÍN og þarf að útvega skjöl frá LÍN því til sönnunar

**Barn/barnabarn klúbbmeðlims GKB til að fá viðkomandi kjör

ATH. Ef hjón/par er með golfbíl þarf einungis annar aðilinn að skrá sig fyrir aðild sem inniheldur golfbíl. Hinn skráir sig í aðild án golfbíls. Einungis er greitt einu sinni fyrir einn golfbíl óháð því hvort að aðili/hjón notist við fleiri en einn.


Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Eftir Valur Jónatansson 16 Nov, 2023
Jólahlaðborð verður 9. desember
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Aðalfundur GKB!
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Golfsumarið var frábært
Eftir Valur Jónatansson 15 Sep, 2023
Komdu þinni skoðun á framfæri! 
Fleiri færslur
Share by: