Vetrarlokun!

Valur Jónatansson • 21. október 2024

Kiðjabergsvöllur er nú lokaður!

Kiðjabergsvöllur er nú lokaður fyrir þetta golftímabil. Vegna kulda og frosts í jörðu hefur orðið nauðsynlegt að loka vellinum til að tryggja aðstæður og viðhalda vellinum í góðu ástandi.


Margt vatn hefur runnið til sjávar á liðnu golftímabili þá einna helst vökvunarkerfi sem hefur verið lagt á fyrri hluta vallarins, nýr tækjabúnaður sem var keyptur og stækkun á verkstæði. Þá hafa verið ýmsar framkvæmdir þ.á.m. lagning nýs stígs á 3. holu þ.e. frá aðalstíg og að rauða teig, ásamt því að leggja lagnir til að eyða bleytu sem hefur myndast á því svæði, leggja stíga á 9. holu, söndun á flötum og margt fleira.


Við þökkum ykkur öllum fyrir frábært golfsumar, fjölmargar heimsóknir og góðar minningar á vellinum. Við hlökkum til að taka á móti ykkur aftur þegar golftímabilið hefst á ný á næsta ári.


Viðhorfskönnun GKB 2024

Sett hefur verið af stað viðhorfskönnun þar sem við leitumst við að fá ykkar álit og hugmyndir um það sem mætti bæta og hvað hefur gengið vel, og mætti ganga betur, í starfi klúbbsins.

Könnunin er nafnlaus og við hvetjum ykkur eindregið til að taka nokkrar mínútur af tíma ykkar til að svara spurningunum. Með því að taka þátt hjálpið þið okkur að verða að enn betri golfklúbbi og að skapa betri aðstæður fyrir alla félagsmenn.

Við þökkum kærlega fyrir ykkar þátttöku og hlökkum til að fá ykkar álit.
Ykkar skoðanir skipta miklu máli fyrir okkur.


HÉR linkur á viðhorfskönnunina.


Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!