Reksturinn gekk vel á árinu

Valur Jónatansson • des. 18, 2023

Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins

Aðalfundur GKB fór fram í húsnæði Samtaka Iðnaðarins í Borgartúni í Reykjavík 18. desember sl. að viðstöddum 50 félögum. Guðmundur Ásgeirsson var endurkjörinn sem formaður klúbbsins.

Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu og var hagnaður tæpar 8 milljónir króna.

 

Stjórn GKB skipa nú auk Guðmundar; þau Gunnar Þorláksson, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Magnús Haraldsson og Jónas Kristinsson. Varamenn í stjórn eru þau Þórhalli Einarsson og Sigurlaug Gissurardóttir, sem er ný inn í stjórn klúbbsins.


Rekstrartekjur á starfsárinu eru 92 milljónir og er það nánast sömu tekjur og á síðasta stafsári. 9596 hringir voru spilaðir á Kiðjabergsvelli á þessu ári á móti 8888 hringjum í fyrra, sem er 8% aukning. Gull 24 Open var fjölmennasta mótið á árinu, en 301 tók þátt í því og var fækkun un rúmlega 20 manns frá síðasta ári. Sigurður Arnar Garðarsson setti vallarmet af gulum teigum á Gull 24 open á 63 höggum.


GKB sigraði Íslandsmót golfklúbba 50 plús kvenna í 2. deild en sveitina skipuðu : Brynhildur Sigursteinsdóttir, Guðný Tómasdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Stella Hafsteinsdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir og Regína Sveinsdóttir


Meðlimum í klúbbnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins, þar af 236 karlar og 165 konur.  Tillaga stjórnar um að félagsgjöld hækki um 9% var samþykkt á aðalfundinum og verður almennt félagsgjald því 107 þúsund krónur á næsta ári.


Völlurinn kom mjög vel undan vetri og var í mjög góðu standi í allt sumar og er óhætt að segja að Steve og hans starfsfólk hafi unnið mjög gott starf á vellinum við krefjandi aðstæður vegna þurrka í sumar.


"Þrátt fyrir að það sé góð afkoma af rekstri klúbbsins þá er það ekki sjálfgefið. Það er mikilvægt fyrir okkur að völlurinn sé í góðu standi, veðurfar hagstætt því að rúmlega 60 prósent af okkar tekjum koma frá golfvellinum og golfmótum. Tæplega þriðjungur tekna er af félasgjöldum. Við erum mjög heppin hér í Kiðabergi því við höfum marga og mjög góða styrktaraðila, en helstu styrtaraðilar okkar eru: Tengi, GG Verk, Steypustöðin, ÞG verk, TRI , Byko, Húsasmiðjan, Ölgerðin, Heimilistæki, Eykt, Hagi, Parki, Bygg, Íþaka, Timberland, BS eignir, Deloitte, BM Vallá, Garri, og Bílaleiga Akureyrar og vil ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, " sagði Guðmundur Ásgeirsson formaður  m.a. í skýrslu sinni á fundinum.


"Ég vil þakka öllum félagsmönnum fyrir liðið ár og sérstaklega þeim sjálfboðarliðum sem koma og aðstoðuðu okkur við stjórnun og rekstur á GKB. Einnig vil ég þakka Guðna vélamanni fyrir vel unnin störf. Ég vil þakka öllum stjórnarmönnum og öllum nefmdarmönnum fyrir vel unnin störf og þá sérstaklega mótanefnd, vallarnefnd og kvennanefnd. Ég vil þakka Rakel sérstaklega fyrir gott starf í golfskálanum. Svo að lokum þakka ég Þórði framkvæmdastjóra sérstaklega fyrir vel unnið störf í GKB," sagði formaðurinn.

     

Á aðalfundinum voru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram og samþykktir. Hjörleifur B. Kvaran var fundarstjóri og Jónas Kristinsson fundarritari.


Mynd: Þórður Gissurarson, framkvæmdastjóri er hér ásamt stjórn klúbbsins.

Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Eftir Valur Jónatansson 16 Nov, 2023
Jólahlaðborð verður 9. desember
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Aðalfundur GKB!
Eftir Valur Jónatansson 07 Nov, 2023
Golfsumarið var frábært
Eftir Valur Jónatansson 15 Sep, 2023
Komdu þinni skoðun á framfæri! 
Fleiri færslur
Share by: