Vel heppnaður félagsfundur

Valur Jónatansson • 14. desember 2023

Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði

Um 45 meðlimir GKB mættu á félagsfund sem var haldinn í klúbbhúsi GKB laugardaginn 9. desember. Fundarstjóri var Guðmundur Ásgeirsson og fundarritari var Jónas Kristinsson.


Á fundinum voru ýmis atriði rætt en dagskráin var svohljóðandi:

1. Fundargestir velkomnir af fundarstjóra og formanni GKB - Guðmundur Ásgeirsson

2. Viðhorfskönnun GKB 2023 - Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri GKB

3. Aðalþing GSÍ - Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB

4. Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði - Þórhalli Einarsson, vallarnefnd GKB

5. Önnur mál og umræður.


Viðhorfskönnunin verður gerð opin fyrir klúbbmeðlimi GKB á næstu dögum þar sem hægt er að skoða hvernig golfklúbburinn kom út meðal kylfinga árið 2023. Leitast verður við að setja könnina á Facebook síðu GKB og heimasíðu klúbbsins.


Stjórn GKB þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og komu með athugasemdir og tillögur t.d. ruslatunnur á Kiðjabergsvelli, betri merkingar á golfvelli, stígur á 1. holu, boltaþvottavélar o.fl.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta á aðalfundi GKB mánudaginn 18. desember kl. 16.30 í Borgartúni 35 - Samtök Iðnaðarins (jarðhæð).



2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!