Vel heppnaður félagsfundur

Valur Jónatansson • 14. desember 2023

Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði

Um 45 meðlimir GKB mættu á félagsfund sem var haldinn í klúbbhúsi GKB laugardaginn 9. desember. Fundarstjóri var Guðmundur Ásgeirsson og fundarritari var Jónas Kristinsson.


Á fundinum voru ýmis atriði rætt en dagskráin var svohljóðandi:

1. Fundargestir velkomnir af fundarstjóra og formanni GKB - Guðmundur Ásgeirsson

2. Viðhorfskönnun GKB 2023 - Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri GKB

3. Aðalþing GSÍ - Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB

4. Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði - Þórhalli Einarsson, vallarnefnd GKB

5. Önnur mál og umræður.


Viðhorfskönnunin verður gerð opin fyrir klúbbmeðlimi GKB á næstu dögum þar sem hægt er að skoða hvernig golfklúbburinn kom út meðal kylfinga árið 2023. Leitast verður við að setja könnina á Facebook síðu GKB og heimasíðu klúbbsins.


Stjórn GKB þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og komu með athugasemdir og tillögur t.d. ruslatunnur á Kiðjabergsvelli, betri merkingar á golfvelli, stígur á 1. holu, boltaþvottavélar o.fl.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta á aðalfundi GKB mánudaginn 18. desember kl. 16.30 í Borgartúni 35 - Samtök Iðnaðarins (jarðhæð).



4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!