Skráning hafin í hjóna- og paramótið

14. júní 2022

Skráning er nú hafin í tveggja daga hjóna- og paramótið á Kiðjabergi 5. og 6. ágúst. Mótið er vinsælt og það þarf að hafa hraðar hendur til að tryggja sig inn í mótið.

Mótið er opið fyrir hjón og pör sem eru 20 ára og eldri. Á föstudeginum er leikinn fjórleikur (Betri bolti) og á laugardeginum fjórmenningur (Greensome). Mótinu lýkur með lokahófi í golfskálanum á laugardagskvöldinu. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.


Gert er ráð fyrir að karlar leiki af gulum teigum og konur af rauðum. Karlar 65 ára og eldri geta spilað af rauðum teig og skulu þá tilkynna það ræsi.

Í fjórmenningi er leikforgjöf liðs 60% af lægri leikforgjöf + 40% af hærri leikforgjöf. Samherjar slá báðir upphafshögg og velja hvaða bolti er betri og slá síðan til skiptis þar til í holu er komið. Annað högg slær sá sem ekki á upphafshöggið sem var valið. Seinni daginn verður ræst út eftir skori fyrri dags þannig að besta skor er ræst út síðast.

Mótsgjald er 38.000 kr fyrir parið. Innifalið í verðinu er glæsilegt tveggja daga mót, verðlaun fyrir efstu sætin (GolfSaga ehf.), nándarverðlaun á öllum par 3 brautum (66°Norður), teiggjöf og kvöldverður í lokahófinu. DJ Hlynur leikur fyrir dansi.

Ræst verður út frá kl 10 til 14 á föstudaginn og verða rástímar sendir út Þegar skráningu í mótið er lokið.

Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!