Gull 24 OPEN 1. og 2. júlí

Birki Birgisson • 5. júní 2022

Á Gull 24 OPEN golfmótinu eru 480 keppendur ræstir út á 24 tímum.

Skráning er hafin á 24 Open, einn magnaðasta golfviðburð ársins, þar sem ræst er út viðstöðulaust í 24 tíma. Keppni hefst kl. 14 á föstudegi og lýkur sólarhring síðar.


Í aðalverðlaun eru 5 ferðavinningar frá Icelandair og einnig eru veitt glæsileg nándarverðlaun á

öllum par 3 holum vallarins að verðmæti 80.000 kr.


Leikfyrirkomulag er einstaklingspunktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf hjá körlum er 24 og 28 hjá

konum.


Mótsgjaldið á Gull 24 Open er 7.000 kr.


Skráning er hafin í Gull 24 open golfmótið. Skráðu þig í mótið  HÉR!


„Okkar markmið er að þetta mót verði sterkt aðdrátt­ar­afl fyr­ir ís­lenska sem og er­lenda kylf­inga í framtíðinni. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­an er til staðar all­an sól­ar­hring­inn. Kiðjabergs­völl­ur er að margra mati eitt fal­leg­asta vall­ar­stæði lands­ins. ,“ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóra Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs.


„Við höfum sett okkur það markmið að halda fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar – og gera jafnframt atlögu að setja heimsmet í leiðinni. Markmið okkar er að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti þar sem við leggjum einnig áherslu góðan leikhraða, “ segir Birkir Már.




Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!