130 keppendur í Stóra Texas mótinu

Valur Jónatansson • jún. 05, 2023

 Lið Los Latinos sigraði í Stóra Texas mótinu. 65 lið mættu til leiks.

Lið Los Latinos, sem var skipað Margréti Örnu Hlöðversdóttur og Jóni Garðari

Guðmundssyni úr Nesklúbbnum, sigraði í Stóra Texas Scramble mótinu, sem fram fór á Kiðjabergsvelli laugardaginn 3. júní. Þau léku á 58 höggum nettó, eða 13 höggum undir pari vallar. 65 lið mættu til leiks og var spilað tveggja manna texas.


Spennandi keppni var um næstu sæti því sex lið léku á 60 höggum,  eða 11 höggum undir pari.  Í öðru sæti var liðið Tveir Yfir, sem var skipað þeim Hjálmari Rúnari Hafsteinssyni úr GÖ og Róberti Sævari Magnússyni úr GK. Feðgarnir Guðjón Berg Jónsson og Jón Þórir Jónsson úr GKG höfnuðu í þriðja sæti á 60 höggum eins og Tveir Yfir, en lakara skori á seinni níu holunum.


Næstir holu:

3. hola: Árni Rúnarsson 2,44m

7. hola: Ingvar Árnason 2,10m

12. hola: Böðvar Þórisson 2,50m

16. hola: Ólafur Sigurðsson 1,55m


HÉR má sjá heildarúrslitin í mótinu.


Leikfyrirkomulag var Texas Scramble og hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28.

Forgjöf liða reiknaðist sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5  en þó ekki hærri en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.


Verðlaun voru fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum. Vinningshafar geta vitjað um vinninga sína í Golfskálanum Kiðjabergi.



Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: