Stóra Texas mótið

Valur Jónatansson • 30. maí 2023

Skráning í fullum gangi í Opna Texas mótið

Skráning er nú í fullum gangi í Stóra Texasmótið, sem fram fer á Kiðjabergsvelli um næstu helgi.  Undanfarin ár hefur verið uppselt í mótið og því endilega að drífa sig að SKRÁ sig í tíma.  Veðurspáin fyrir laugardaginn er geggjuð, hægviðri og sól.


Leikfyrirkomulag er Texas Scramble, tveir saman í liði. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Forgjöf liða reiknast sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5 - þó ekki hærri en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.

Einungis karlar sem verða 70 ára á árinu, og eldri spila frá Rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undaþágu frá því, með því að skrifa það í skilaboð.

Glæsileg verðlaun eru fyrir efstu þrjú sætin og nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum vallarins.


Við skráningu er hægt að bóka golfbíl, verð 8.000, kr.


Veðurspáin fyrir laugardag á Kiðjabergsvelli.


12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur