Grand Open
Lið Búða sigraði í fyrsta opna móti sumarsins, GKB Grand Open, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í dag, laugardaginn 27. maí.

66 keppendur mættu til leiks í fyrsta mót ársins, GKB Grand Open, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í ágætu veðri í dag. Leikfyrirkomulag var tveggja manna betri bolti. Svo fór að lið Búða, sem var skipað þeim Arnari Frey Jónssyni og Einari Lars Jónssyni sigraði á 61 höggi nettó, sem verður að teljast frábært skor.
Jón Haukur Jónsson og Arnar Freyr Reynisson (Jónsson/Reynisson) höfnuðu í öðru sæti á 64 höggum og Vöttur, sem skipað var þeim Petrínu Freyju Sigurðardóttur og Böðvari Þórissyni, varð í þriðja sæti á sama skori, en aðeins lakari á seinni níu.
Næstir holu:
3. hola - Jón Haukur Jónsson - 1,27 m
7. hola - Einar Lars Jónsson - 3,49m
12. hola - Birgir Björn Magnússon - 2,05m
16. hola - Dagur Ebenezersson - 2,15m
Glæsileg verðlaun voru í borði frá; Ölgerðinni, 66 Gráðum Norður, Ecco og Húsasmiðjunni. Verðlaun er hægt að nálgast í golfskálanum Kiðjabergi.
Úrslit voru sem hér segir:
- Búðir 61 höggi nettó
2. Reynisson/Jónsson 64 höggum nettó
3 Vöttur 64
4 Bragason/Ragnarsdóttir 65
5 Sunnuból 67
6 Unimoq 68
7 Arsenal 69
8 Stór og smár 69
9 Jóhannesson/Matthíasdóttir 69
10 Gumlesson 70
11 Baldur Guðnason 70
12 Jensson/Gunnarsdóttir 70
13 Tveir í medium 70
14 T9 70
15 SÓlGuð 70
16 Hjördís 71
17 Ragnarsdóttir/Albrechtsen 71
18 SkúlUnn 72
19 Eyrarlundur 73
20 Tvær úr tungunum 73
21 Bæng 74
22 Frón 75
23 Hestur 58 75
24 Ólafsdóttir/Kristinsson 76
25 Káradóttir/Garðarsson 76
26 MM/KK 76
27 Guðmundsson/Ómarsdóttir 76
28 Td 76
29 Svansdóttir/Vilhjálmsson 77
30 Klemmi 78
31 Inniskór.is 78
32 Katla 81
33 DinGo 87
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótinu.