Vel heppnaður vinnudagur

23. maí 2023

Ekki slegið slöku við enda harðduglegur hópur

Það var frábær mæting og stemning á vinnudegi Kiðjabergs, laugardaginn 13. maí. 45 manna hópur meðlima GKB og í félag lóðarhafa að Kiðjabergi komu saman og unnu ýmis verkefni bæði á Kiðjabergsvelli og öðrum svæðum í Kiðjabergi.


Það var frábært að sjá hversu langa ferð sumir gerðu sér til að taka þátt en nokkrir gerðu sér ferð alla leið úr höfuðborginni til að óhreinka sig. Flestir voru úr Kiðjabergi og Hestlandi en einnig var ágætis hópur meðlima með bústaði í Hraunborgum og öðrum nærsvæðum.



Það var ekki slegið slöku við enda harðduglegur hópur sem þaut í gegnum verkefnalista dagsins eins og ekkert væri og kláraði fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Eftir vinnudaginn var boðið upp á pylsur og drykki í golfskálanum þar sem dagurinn, golfformið og fleiri mikilvæg atriði voru rædd. Að lokum bauðst hópnum að máta 30 ára afmælisfatnað og Ecco golfskó.

Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir hjálpina. Mætingin frábær og dugnaðurinn til fyrirmyndar!


Eftir Valur Jónatansson 4. maí 2025
Formleg opnun var 1. maí
Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Fleiri færslur