Glæsilegri 30 ára afmælisferð GKB lokið
2. maí 2023
Glæsilegri 30 ára afmælisferð GKB lokið

Í gær, þann 1. maí, lauk 10 daga afmælisferð GKB til La Sella á vegum Golfsögu.
Mikil ánægja var með ferðina enda allt í hæsta mælikvarða á hótelinu, golfvellinum og Karl Haraldssyni fararstjóra með meiru :)
Ánægjan og stemningin var slík að margar óskir eru fyrir annarri GKB ferð næsta vor. Hver veit!
Í meðfylgjandi mynd má sjá þennan fríða hóp GKB-inga síðasta kvöld ferðarinnar eftir glæsilegt golfmót og lokahóf.