24 tíma mót

22. apríl 2021

Fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar

Stefnt er að því á Kiðjabergsvelli í sum­ar að halda fjöl­menn­asta golf­mót sem fram hef­ur farið hér á landi.  Mótið mun standa yfir í sólarhring, þ.e.a.s. hægt að ræsa út í 24 tíma. Byrjað verður að ræsa út keppendur kl. 14:00 föstudaginn 11. júní og ræst út til kl. 13:50 laugardaginn 12. júní. 

Reiknað er með að þetta mót verði ár­leg­ur viðburður og spennandi kost­ur fyr­ir er­lenda ferðamenn sem vilja upp­lifa að leika miðnæt­ur­golf.  Ákveðið var að halda þetta mót viku fyrir jónsmessuna, svo það skarist ekki á við Arctic Open á Akureyri. 

„Við stefn­um á að þetta mót verði sterkt aðdrátt­ar­afl fyr­ir ís­lenska sem og er­lenda kylf­inga í framtíðinni. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­an er til staðar all­an sól­ar­hring­inn. Kiðjabergs­völl­ur er að margra mati eitt fal­leg­asta vall­ar­stæði lands­ins. Það er til­raun­ar­inn­ar virði að fara af stað í þetta verk­efni og við erum bjart­sýn á að þetta gangi nú allt sam­an mjög vel,“ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóra Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs.

„Við höfum sett okkur það markmið að halda fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar – og gera jafnframt atlögu að setja heimsmet í leiðinni. Markmið okkar er að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti þar sem við leggjum einnig áherslu góðan leikhraða, “ segir Birkir Már.

Mótið heitir 24 Open og hægt að koma að 480 keppendum. Eftir því sem best er vitað væri það fjölmennasta golfmót allra tíma þar sem að keppendur eru ræstir út á einum sólahring eða rétt tæplega 24 tímum á einum og sama keppnisvellinum.

Keppnisfyrirkomulagið verður einstæklings punktakeppni með forgjöf og eru vegleg verðlaun í boði, meðal annars fimm glæsilegir ferðavinningar frá Icelandair. 

Skráning í mótið hefst mánudaginn 26. apríl kl. 12:00 á golf.is.
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!