30 ára afmælismót 17. júní

Valur Jónatansson • 9. júní 2023

GKB fagnar 30 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður haldið afmælisgolfmót 17. júní.

Golfklúbbur Kiðjabergs fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og í tilefni þess verður haldið afmælisgolfmót á þjóðhátíðardaginn,  17. júní næstkomandi. Mótið er innanfélagsmót og leikið verður punktakeppni með forgjöf. Ræst verður út samtímis af öllum teigum kl. 9.00.

ATH. Ef skráning fer fram yfir 88 manns verður mögulega gerð tvöföld ræsing þ.e. fyrra shotgun fært til 8.30 og seinna shotgun kl. 14. Ef slíkt kemur upp óskum við eftir því að þeir sem geta spilað öðrum hvorum megin við hádegið komi því áleiðis í beiðnum við skráningu.

Mótinu er skipt í fjóra flokka:
Karlar 0 til 20
Karlar 20.1 til 28
Konur 0 til 24
Konur 24.1 til 36
Hæsta forgjöf karla er 28 og kvenna 36.


Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Einungis er hægt að taka þátt í einum flokki.

Ef áhugi er að leigja golfbíl sendið póst á 
gkb@gkb.is

Mótsgjald gildir sem aðgangseyrir í afmælisveislu GKB um kvöldið. Húsið opnar kl. 19 og verða veitingar, glens og gaman í boði.

Gert ráð fyrir að verðlaunaafhending sé í kringum 20.30.

Þeir sem geta ekki tekið þátt í golfmótinu geta komið í veisluna. Aðgangseyrir er 5.500kr og greiðist í prósjoppunni í golfskálanum.

Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!