Pilsaþytur 2023 | Takk fyrir komuna!

9. ágúst 2023

68 hressar konur mættu í Pilsaþyt á Kiðjabergsvelli

Glæsilegar konur á Pilsaþyt

Pilsaþytur 2023 var haldinn á Kiðjabergsvelli 4. ágúst og var ræst út klukkan 18:00. Sextíu og átta konur voru skráðar til leiks að þessu sinni. Veðrið var dásamlegt og réð hressleikinn og gleðin ríkjum.


Mótið var 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur mynduðu hvert liði, vön og óvön. Vegleg verðlaun voru afhent fyrir 1-3 sætið ásamt útdráttarvinningum meðan keppendur gæddu sér á dásamlegri aspassúpu hjá Rakel í golfskálanum.


BYGG, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars var styrktaraðili mótsins eins og síðustu ár og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.


Takk fyrir frábært kvöld!

'

Myndir frá deginum (smelltu á myndirnar til að stækka þær):


12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur