Hjóna- og parakeppni um helgina

Valur Jónatansson • 9. ágúst 2023

Eitt glæsilegasta mót ársins á Kiðjabergsvelli; Hjóna- og parakeppni. Veðurspáin er góð.

Hin sívinsæla hjóna- og parakeppni Verdi - Golfsaga verður haldin 11. og 12. ágúst næstkomandi. Veðurspáin er góð og því um að gera að skrá sig í tíma.  Mótið er opið fyrir hjón og pör sem eru 20 ára og eldri.


Á föstudeginum (11. ágúst ) er leikinn fjórleikur (Betri bolti) og á laugardeginum er fjórmenningur (Greensome). Mótinu lýkur með lokahófi í golfskálanum á laugardagskvöldið.


 Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Gert er ráð fyrir að karlar leiki af gulum teigum og konur af rauðum. Karlar 65 ára og eldri geta spilað af rauðum teig og skulu þá tilkynna það ræsi.

Í fjórmenningi er leikforgjöf liðs 60% af lægri leikforgjöf + 40% af hærri leikforgjöf. Samherjar slá báðir upphafshögg og velja hvaða bolti er betri og slá síðan til skiptis þar til í holu er komið. Annað högg slær sá sem ekki á upphafshöggið sem var valið.


Mótsgjald er 42.000 kr fyrir parið. Innifalið í verðinu er glæsilegt tveggja daga mót, verðlaun fyrir efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, teiggjöf og kvöldverður að hætti Rakelar í golfskálanum á laugardagskvöld.


VERÐLAUN

1. sæti - 2x 85 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga

2. sæti - 2x 60 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga

3. sæti - 2x 50 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga


Glæsileg nándarverðlaun báða keppnisdaga á öllum par 3 holum

Föstudagur - Tveir kassar af Gull Bjór

Laugardagur - 20 þús króna gjafabréf frá Golfsaga


Lengsta teighögg kvenna (laugardagur) - 4. hola - 10 þús. króna gjafabréf hjá Kjötbúðinni.

Lengsta teighögg karla (laugardagur) - 11. hola - ​10 þús. króna gjafabréf hjá Kjötbúðinni.

Glæsileg útdráttarverðlaun í lokahófi - Ath. liðsmenn þurfa að vera viðstaddir til að fá útdráttarverðlaunin.​


​Beiðnir um golfbíla skulu sendast á gkb@gkb.is og tilgreina hvort sé að ræða einn eða báða daga.

Mótsgjald er óafturkræft ef afskráning á sér stað 24 klst fyrir fyrsta rástíma og þarf að vera sent með skriflegum hætti á gkb@gkb.is



HÉR er hægt að skrá sig í mótið.

Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!