Karlasveitin keppir á Akranesi

Valur Jónatansson • 18. ágúst 2023

Sveit GKB keppir í 2. deild á Garðavelli

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla 2023 fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 18.-20. ágúst og er sveit GKB þar á meðal. Alls eru átta klúbbar sem taka þátt. Efsta liðið fer upp í 1. deild og neðsta liðið fellur í 3. deild.


Keppt er í tveimur fjögurra liða riðlum. Leikin er ein umferð í riðlunum. Efsta lið A-riðils leikur í undanúrslitum gegn liðinu í öðru sæti í B-riðli. Efsta liðið í B-riðli leikur í undanúrslitum gegn liðinu í öðru sæti í B-riðli.


Liðin sem taka þátt eru:


A-riðill:

Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB
Golfklúbburinn Oddur, GO
Golfklúbbur Setbergs, GSE
Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS

B-riðill:
Golfklúbburinn Esja, GE
Nesklúbburinn, GE
Golfklúbburinn Leynir, GL
Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB


Lið GKB er skipað eftirtöldum:

Arnar Snær Hákonarson

Andri Jón Sigurbjörnsson

Sturla Ómarsson

Árni Gestsson

Pétur Freyr Pétursson

Halldór X Halldórsson

Ólafur Sigurjónsson

Axel Ásgrímsson

Liðsstjóri er: Snorri Hjaltason.


Hér er hægt að fylgjast með keppninni.




12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur