77 ára spilaði á 72 höggum!

Valur Jónatansson • 8. júlí 2025

Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB

Brynjólfur Mogensen sem er 77 ára afrekaði það á lokadegi meistaramóts GKB að spila á 72 höggum, eða 5 höggum undir aldri. "Já, mér finnst það stórkostlegt að leika á einu höggi yfir pari og langt undir mínum aldri, var í alla staði skemmtileg upplifun, " sagði Brynjólfur, sem er bæklun­ar­sk­urðlækn­ir á eft­ir­laun­um. Hann lék hringinn á 72 höggum, fékk einn skolla og 17 pör!

"Ég lék frábært golf á seinni degi meistaramótsins með góðum félögum. Hringurinn var sá besti sem ég hef leikið. Golfið var á einhvern hátt svo einfalt. Ég var oftast á flöt á réttum höggafjölda. Þá sjaldan ég var ekki á flöt var stutta spilið frábært hjá mér. Púttin voru yfirleitt góð. Ég var oft í ágætum fuglafærum en boltinn krækti fjórum sinnum og ekkert datt. Ég átti aðeins eitt lélegt upphafshögg á stuttri par þrjú braut en það bjargaðist með góðu öðru höggi upp að stöng," sagði Brynjólfur sem lék af rauðum teigum.


Brynjólfur byrjaði í golfi rúmlega fertugur að aldri og hefur komist lægst í rúmlega 8 í forgjöf.  Hann segir afar mikilvægt að æfa stutta spilið, það telji mest í golfinu.

"Ég hef síðustu ár leikið nokkra góða hringi og jafnað minn aldur eða verið eitt eða tvö högg yfir af rauðum, bláum eða gulum teigum. Byrjaði rúmlega fertugur í golfi og forgjöfin var lengi í kringum 18. Ákvað eitt árið að æfa eingöngu stutta spilið og forgjöfin fór þá niður í 12. Forgjöfin fór neðst í rúmlega átta."


En hver er galdurinn við að vera svona góður í golfi á þessum aldri?
"Ég hef í langan tíma stundað líkamsrækt og hreyft mig mikið. Tel að hreyfingin og aukin styrkur sé hluti af góðum árangri í golfi. Það er líka nauðsynlegt að bæta stutta spilið því ekki lengjast upphafshöggin með hækkandi aldri. Ekki má gleyma félagslega þættinum í golfinu því það er frábært að ganga um grænar grundir með góðum vinum og leika golf, " sagði Brynjólfur sem oftast er kallaður Billi af sínum nánustu vinum.


Við óskum Billa til hamingju með þennan geggjaða hring á Kiðjabergsvelli.


Skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan:


Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári