Hola í höggi

Valur Jónatansson • 14. júlí 2025

Svanur Þór náði draumahögginu!

Svanur Þór Vilhjálmsson, félagi í GKB, náði draumahöggi allra kylfinga á Kiðjabergsvelli í gær, sunnudaginn 13. júlí. Hann sló höggið góða á 16. holu vallarins, notaði GAP-wedge við verkið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann nær að fara holu í höggi.


"Ég sló ákveðið högg með gap wedge, sá strax að þetta var mjög gott högg. Það kom smá draw á boltaflugið og boltinn lenti svo ofan í holu í öðru skoppi inn á flöt," sagði Svanur Þór sem er búinn að vera í klúbbnum í 10 ár. Hann er með 13 í forjöf. Hann sagði að völlurinn væri í flottu standi.


Svanur Þór er því kominn inn í klúbbinn, sem flestir óska sér að vera í, EINHERJAKLÚBBINN.

Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Eftir Valur Jónatansson 16. júní 2025
Jónsmessumótið handan við hornið!
Fleiri færslur