Hola í höggi
Svanur Þór náði draumahögginu!

Svanur Þór Vilhjálmsson, félagi í GKB, náði draumahöggi allra kylfinga á Kiðjabergsvelli í gær, sunnudaginn 13. júlí. Hann sló höggið góða á 16. holu vallarins, notaði GAP-wedge við verkið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann nær að fara holu í höggi.
"Ég sló ákveðið högg með gap wedge, sá strax að þetta var mjög gott högg. Það kom smá draw á boltaflugið og boltinn lenti svo ofan í holu í öðru skoppi inn á flöt," sagði Svanur Þór sem er búinn að vera í klúbbnum í 10 ár. Hann er með 13 í forjöf. Hann sagði að völlurinn væri í flottu standi.
Svanur Þór er því kominn inn í klúbbinn, sem flestir óska sér að vera í, EINHERJAKLÚBBINN.