GJG Icelandic Juniors International 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!

GJG Icelandic Juniors International 2025 fór fram á Kiðjabergsvelli í vikunni. Vallarmet, bráðabani og glæsilegt golf setti mark sitt á mótið. Alls tóku 35 keppendur þátt og þar af tveir erlendir. Það sást frábært golf alla þrjá keppnisdagana. Aðstæður voru góðar og völlurinn í flottu standi.
Á síðasta degi mótsins var vallarmet af hvítum teig slegið. Skúli Gunnar Ágústsson lék frábært golf í alla stað og spilaði á 64 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann fékk 7 fugla og 11 pör á hringnum. Bætti hann vallarmet Arnars Snæs Hákonarsonar um tvö högg.
Alls var keppt í fimm flokkum og var mikil spenna í þeim öllum, sérstaklega í flokki 18 ára og yngri stúlkna en bráðabana þurfti til að fá sigurvegara.
Úrslitin voru eftirfarandi:
14 ára og yngri kk
1. sæti - Ingi Rafn William Davíðsson
2. sæti - Ben Badelt
3. sæti - Heiðar Örn Heimisson
14 ára og yngri kvk
1. sæti - Tinna Sól Björgvinsdóttir
18 ára og yngri kk
1. sæti - Gunnar Þór Heimisson
2. sæti - Guðjón Frans Halldórsson
3. sæti - Pálmi Freyr Davíðsson
18 ára og yngri kvk
1. sæti - Elísabet Ólafsdóttir (eftir bráðabana)
2. sæti - Sara María Guðmundsdóttir
3. sæti - Sigurást Júlía Arnarsdóttir
23 ára og yngri kk
1. sæti - Skúli Gunnar Ágústsson
2. sæti - Guðmundur Snær Elísson
Elísabet Ólafsdóttir var á lægsta skori allra stelpna á 230 höggum og Skúli Gunnar Ágústsson lægstur allra pilta á 208 höggum.
Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir að koma og taka þátt í þessu frábæra móti og vonum að allir hafi átt góða tíma á Kiðjabergsvelli.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótinu.
