GJG Icelandic Juniors International 2025

Valur Jónatansson • 20. júlí 2025

Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!

GJG Icelandic Juniors International 2025 fór fram á Kiðjabergsvelli í vikunni. Vallarmet, bráðabani og glæsilegt golf setti mark sitt á mótið.  Alls tóku 35 keppendur þátt og þar af tveir erlendir. Það sást frábært golf alla þrjá keppnisdagana. Aðstæður voru góðar og völlurinn í flottu standi.


Á síðasta degi mótsins var vallarmet af hvítum teig slegið. Skúli Gunnar Ágústsson lék frábært golf í alla stað og spilaði á 64 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann fékk 7 fugla og 11 pör á hringnum. Bætti hann vallarmet Arnars Snæs Hákonarsonar um tvö högg.


Alls var keppt í fimm flokkum og var mikil spenna í þeim öllum, sérstaklega í flokki 18 ára og yngri stúlkna en bráðabana þurfti til að fá sigurvegara.


Úrslitin voru eftirfarandi:

14 ára og yngri kk

1. sæti - Ingi Rafn William Davíðsson

2. sæti - Ben Badelt

3. sæti - Heiðar Örn Heimisson

14 ára og yngri kvk

1. sæti - Tinna Sól Björgvinsdóttir

18 ára og yngri kk

1. sæti - Gunnar Þór Heimisson

2. sæti - Guðjón Frans Halldórsson

3. sæti - Pálmi Freyr Davíðsson

18 ára og yngri kvk

1. sæti - Elísabet Ólafsdóttir (eftir bráðabana)

2. sæti - Sara María Guðmundsdóttir

3. sæti - Sigurást Júlía Arnarsdóttir

23 ára og yngri kk

1. sæti - Skúli Gunnar Ágústsson

2. sæti - Guðmundur Snær Elísson


Elísabet Ólafsdóttir var á lægsta skori allra stelpna á 230 höggum og Skúli Gunnar Ágústsson lægstur allra pilta á 208 höggum.


Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir að koma og taka þátt í þessu frábæra móti og vonum að allir hafi átt góða tíma á Kiðjabergsvelli.


SJÁ HEILDARÚRSLIT.


Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótinu.

Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!