Meistaramót - verðlaunaafhending
Valur Jónatansson • 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB

Það var glatt á hjalla í lokahófi meistaramóts GKB í golfskálanum Kiðjabergi á laugardagskvöld. Verðlaun voru afhennt og boðið var upp á "Smörrebrod" hlaðborð Rakelar, sem ávallt góður rómur er gerður að.
Mótið tókst með eindæmum vel, enda veðrið með okkur í liði alla þrjá keppnisdagana. Rúmlega 90 keppendur mættu til leiks að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu klúbbsins.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Ninný tók af verðlaunahöfum mótsins.