Aðalfundur GKB

jan. 23, 2021

Aðalfundur GKB 6. febrúar

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn 6. febrúar 2021., klukkan 13.00 í Golfskálanum Kiðjabergi. Vegna þess ástands sem er ríkjandi þá er í gildi fjöldatakmörkun þ.a. með því að taka báða sali í not þá er hægt að hafa 40 manns í sætum. Við viljum því benda fólki á að ef þess er kostur að þá mæti einungis einn meðlimur hverrar fjölskyldu.

Dagskrá samkvæmt lögum klúbbsins :
1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp.
3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
5. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins.
6. Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu.
7. Tilaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram.
8. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna samkvæmt samþykktum lögum klúbbsins.
9. Skýrsla kvennanefndar.
10. Önnur mál.

Stjórn klúbbsins vill fara þess á leit að þeir sem hafi hug á að mæta sendi skilaboð þess efnis á GKB@gkb.is, þannig að hægt verði að gera sér grein fyrir því hvort grípa þurfi til frekari aðgerða til að hýsa fundargesti. Það er þó að sjálfsögðu ekki skilyrði fyrir mætingu að boða komu sína á fundinn, samkvæmt lögum klúbbsins er öllum meðlimum heimil þátttaka og stjórnin mun að sjálfsögðu gera sitt ýtrasta til að það verði hægt.

Stefnt er að því að upplýsingar varðandi dagskrárliði verði aðgengilegir meðlimum u.þ.b. viku fyrir fund.

Stjórn GKB
Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: