Andri Jón klúbbmeistari!

Valur Jónatansson • 18. júlí 2024

Andri Jón klúbbmeistari karla 2024!

Meistaraflokkur karla tók forskot á sæluna í Meistaramóti GKB og lék um síðustu helgi.  Ástæðan var sú að einhverjir eru  að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í  dag.


Veður setti stóran svip á keppnina um síðustu helgi og tókst aðeins að leika 18 holur af 54.  Leikar fóru þannig að Andri Jón Sigurbjörnsson bar sigur úr býtum. Hann spilaði hringinn á 76 höggum, eða 5 höggum yfir pari við mjög krefjandi aðstæður.


Axel Ásgeirsson og Arnar Snær Hákonarson voru jafnar í 2. til 3. sæti á 79 höggum, eða 8 höggum yfir pari.
Alls tóku ellefu kylfingar þátt.


Helstu úrslit voru sem hér segir:
1. Andri Jón Sigurbjörnsson - 76 högg  +5
2-3. Axel Ásgeirsson - 79 högg  +8
2-3. Arnar Snær Hákonarson - 79 högg  +8
4-5. Árni Gestsson - 80 högg  +9
4-5. Halldór Heiðar Halldórsson 80 högg  +9

2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!