Lokahóf
Valur Jónatansson • 15. júlí 2024
Danskt hlaðborð að hætti Rakelar!

Lokahóf Meistaramótsins GKB verður í golfskálanum laugardaginn 20. júlí. Að venju verður Rakel með danskt sumarhlaðborð eins og henni einni er lagið.
.
Lokahófið hefst á hlaðborðinu sem verður drekkhlaðið léttum kræsingum og verðið er gjöf en ekki gjald, eða aðeins 8.000 krónur. Hlaðborðið hefst kl. 19:00.
Þau sem ætla að mæta í hlaðborðið vinsamlegast pantið hjá Rakel með því að senda póst á rakelmatt@gkb.is fyrir miðvikudaginn 17. júlí.
Verðlaunaafhending fyrir Meistaramót GKB hefst síðan kl. 19.45.