Birkir Már hættir sem framkvæmdastjóri GKB

2. janúar 2023

Birkir Már Birgisson hættir sem framkvæmdastjóri GKB og hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri hjá NK

Birkir Már Birgisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins í fullu starfi undanfarin þrjú ár.  Hann hefur nú ráðið sig sem vallarstjóri  Nesklúbbsins (NK) og mun hefja þar störf á næstunni.


Birkir Már, sem lærði m.a. golfvallarfræði á sínum tíma í Elmwood í Skotlandi, sagði sjálfur upp störfum hjá GKB á haustmánuðum.  "Við þökkum honum fyrir gott starf og við óskum honum alls hins besta í nýju starfi," sagði Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB.


"Við í stjórn klúbbsins erum að leita að nýjum framkvæmdastjóra,  en sá eða sú verður ekki vallarstjóri eins og Birkir Már hefur verið samhliða framkvæmdastjórastarfinu. Formaður vallarnefndar og vallarnefnd munu ásamt Steve okkar sjá um völlinn. Eins hafa tveir vallarstarfsmenn frá Bandaríkjunum verið ráðnir til starfa hjá okkur næsta sumar."


Á myndinni hér fyrir ofan þakkar Guðmundur, formaður GKB, Birki Má, fráfarandi framkvæmdastjóra, fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins.

Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB