Birkir Már hættir sem framkvæmdastjóri GKB

2. janúar 2023

Birkir Már Birgisson hættir sem framkvæmdastjóri GKB og hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri hjá NK

Birkir Már Birgisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins í fullu starfi undanfarin þrjú ár.  Hann hefur nú ráðið sig sem vallarstjóri  Nesklúbbsins (NK) og mun hefja þar störf á næstunni.


Birkir Már, sem lærði m.a. golfvallarfræði á sínum tíma í Elmwood í Skotlandi, sagði sjálfur upp störfum hjá GKB á haustmánuðum.  "Við þökkum honum fyrir gott starf og við óskum honum alls hins besta í nýju starfi," sagði Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB.


"Við í stjórn klúbbsins erum að leita að nýjum framkvæmdastjóra,  en sá eða sú verður ekki vallarstjóri eins og Birkir Már hefur verið samhliða framkvæmdastjórastarfinu. Formaður vallarnefndar og vallarnefnd munu ásamt Steve okkar sjá um völlinn. Eins hafa tveir vallarstarfsmenn frá Bandaríkjunum verið ráðnir til starfa hjá okkur næsta sumar."


Á myndinni hér fyrir ofan þakkar Guðmundur, formaður GKB, Birki Má, fráfarandi framkvæmdastjóra, fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins.

Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!