Birkir Már hættir sem framkvæmdastjóri GKB

jan. 02, 2023

Birkir Már Birgisson hættir sem framkvæmdastjóri GKB og hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri hjá NK

Birkir Már Birgisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins í fullu starfi undanfarin þrjú ár.  Hann hefur nú ráðið sig sem vallarstjóri  Nesklúbbsins (NK) og mun hefja þar störf á næstunni.


Birkir Már, sem lærði m.a. golfvallarfræði á sínum tíma í Elmwood í Skotlandi, sagði sjálfur upp störfum hjá GKB á haustmánuðum.  "Við þökkum honum fyrir gott starf og við óskum honum alls hins besta í nýju starfi," sagði Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB.


"Við í stjórn klúbbsins erum að leita að nýjum framkvæmdastjóra,  en sá eða sú verður ekki vallarstjóri eins og Birkir Már hefur verið samhliða framkvæmdastjórastarfinu. Formaður vallarnefndar og vallarnefnd munu ásamt Steve okkar sjá um völlinn. Eins hafa tveir vallarstarfsmenn frá Bandaríkjunum verið ráðnir til starfa hjá okkur næsta sumar."


Á myndinni hér fyrir ofan þakkar Guðmundur, formaður GKB, Birki Má, fráfarandi framkvæmdastjóra, fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins.

Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: