Nýr framkvæmdastjóri GKB

23. janúar 2023

Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs hefur ráðið Þórð Rafn Gissurarson sem nýjan framkvæmdastjóra klúbbsins. Hann tekur við af Birki Má Birgissyni.

Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs hefur ráðið Þórð Rafn Gissurarson sem nýjan framkvæmdastjóra klúbbsins. Hann tekur við af Birki Má Birgissyni, sem gengdi starfinu sl. þrjú ár.  Þórður Rafn var áður íþróttastjóri hjá GR.


"Það er okkur sönn ánægja í stjórn GKB að tilkynna að ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri GKB., Þórður Rafn Gissurarson fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi.  Þórður þekkir vel til okkar í Kiðjabergi því foreldrar hans Gissur og Gyða haf verið meðlimir í Kiðjabergi til fjölda ára," segir Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB, um ráðninguna.


"Ég þakka stjórn GKB kærlega fyrir traustið og er fullur tilhlökkunar að hefja störf. Golfklúbbur Kiðjabergs stendur mér nærri enda hef ég verið tengdur klúbbnum frá blautu barnsbeini og þekki hverja þúfu. Golfvöllurinn er frábær, æfingaaðstaða til fyrirmyndar og klúbbhúsið virkilega gott. Klúbburinn hefur alltaf státað af fjölskyldustemmningu og meðlimir ávallt reiðubúnir að leggja sitt af mörkum með bros á vör."

"Klúbburinn hefur tekið miklum jákvæðum breytingum í gegnum árin og mun ég gera mitt besta til að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið. Ég tek við góðu búi af honum Birki Má fyrrverandi framkvæmdastjóra. Markmiðið er að gera klúbbinn enn betri,  með aukinni þjónustu fyrir klúbbmeðlimi og auka tekjustreymi með ýmsum hætti t.d. að fá inn fleiri innlenda og erlenda kylfinga til að spila og upplifa allt það sem Golfklúbbur Kiðjabergs hefur upp á að bjóða."


"Við í stjórn GKB erum mjög ánægð og full tilhlökkunar að vinna með nýjum framkvæmdastjóra við að gera klúbbinn okkar enn betri og hlökkum til komandi sumars," segir Guðmundur formaður GKB.


Þórður, sem er 35 ára, var í atvinnumennsku í golfi frá árinu 2011 til ársins 2017. Á sínum tíma sem atvinnukylfingur spilaði hann m.a.  á þýsku Pro Golf Tour mótaröðinni,  auk þess að hafa spilað á öðrum mótaröðum þ.á.m. Challenge Tour. Hann lauk prófum í viðskiptum frá St. Andrews University í Norður-Karólínu og varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2015.


Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB