GKB-mót í golfhermi
Félagar í GKB geta nú tekið þátt í móti í febrúar. Spilað verður í golfhermi GKG í Kórnum í Kópavogi 25. febrúar.

Laugardaginn 25. febrúar mun fyrsta golf-hermamót GKB vera haldið í golfaðstöðu GKG í Kórnum Kópavogi. Við hefjum leik klukkan 10. Takmarkaður fjöldi þátttakenda er í boði.
Mótsgjald er 6.000kr og veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Skráning fer fram með því að senda póst á gkb@gkb.is. Skráningu lýkur á hádegi 22. febrúar.
Golfhermar GKG eru einstakir að því leyti að þeir eru samsettir úr öllu því besta sem markaðurinn býður upp á. Til að hámarka ánægjuna er umhverfið notalegt til að spila 18 holur í góðra vina hópi.
Sjá auglýsingu hér fyrir neðan:
