Reksturinn gekk vel á árinu 2022

13. desember 2022

Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu og jukust tekjurnar um 27 milljónir króna.

Aðalfundur GKB fór fram í golfskálanum í Kiðjabergi 10. desember sl. að viðstöddum 60 félögum. Guðmundur Ásgeirsson var endurkjörinn sem formaður klúbbsins og eins voru aðrir í stjórn endurkjörnir.

Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu og jukust tekjurnar um 27 milljónir króna milli ára og námu nú 91 milljón króna.


Stjórn GKB skipa nú auk Guðmundar; þau Gunnar Þorláksson, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Magnús Haraldsson og Jónas Kristinsson. Varamenn í stjórn eru þeir Jens Magnús Magnússon og Þórhalli Einarsson.

Á aðalfundinum voru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram og samþykktir. Hjörleifur B. Kvaran  var fundarstjóri og Jónas Kristinsson fundarritari. 


Meðlimum í klúbbnum fjölgaði á árinu og eru nú 416 talsins, þar af 254 karlar og 162 konur sem er 61% karlar og 39% konur. Tillaga stjórnar um að félagsgjöld hækki um 12% var samþykkt og verður almennt félagsgjald því 97.000 krónur á næsta ári.


Töluverðar framkvæmdir einkenndu starf klúbbsins á árinu. Flestir stígar vallarins voru endurnýjaðir eða lagaðir og snyrtir.  Settar voru upp 10 nýjar flaggstangir við bílaplanið, sett upp glæsilegt aðkomuskilti og gerð fínt fyrir framan það. Plön niður við vélaskemmu voru löguð og þar eru líka framkvæmdir farnar að stað við endann á vélaskemmu, en þar á að byggja 40 fermetra íbúð.

Þá má geta þess að haldið var í annað sinn, eitt glæsilegasta golfmót á Íslandi, 24 OPEN, þar sem rétt rúmlega 300 keppendur mættu til leiks. Þetta mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið á einum sólarhring og er komið til að vera. Mótahald gekk yfirleitt mjög vel á starfsárinu. 


Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð