Bændaglíma

Gkb gkb • 6. september 2020

Hver verður Kóngurinn á Kiðjabergi?

Eftir gott golfsumar á Kiðjabergi lokum við dagskránni þann 12. september með Bændaglímu.
Spilað verður Texas-Holukeppni, þar sem Steinn og Birkir fá að skemmta sér við að setja upp nokkrar hindranir á vellinum. Bændur verða okkar bestu menn, Gústi Friðgeirs og Árni Jó, þar sem.lína fyrir harða og mögulega líka á köflum, drengilega keppni er lögð.

Það er búið að opna fyrir skráningu á GolfBox. Hægt er að skrá lið, en að sjálfsögðu er hægt að skrá sig sem einstakling og svo verða lið sett. Bændur skipta með sér liðum og svo verður ræst út á öllum teigum kl. 11:00
Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem lið hvors Bónda eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir Bóndann.

Forgjöf hvers liðs er reiknað sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2.5, þó ekki hærra en vallarforgjöf lægsta leikmanns.
Mótsgjald kr 3.000 á mann.
Verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á veglegri lokahátíð sem hefst kl 19:00.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.


Lokahátíð
Um kvöldið bíður Rakel uppá stórfenglega veislu að vanda. Býður upp á veglegt veislu Lambalæri að hætti bóndans með nýuppteknu grænmeti og smælki, og svo Rabbarbara eftirréttur - 5.000 krónur á mann.
Vinsamlegast pantið mat í seinasta lagi miðvikudaginn 9. september hjá rakelmatt@gkb.is eða í síma 6994969

Mótanefnd GKB


Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!