Golfmót Ljóssins

Gkb gkb • 9. september 2020

Létu "ljós" sitt skína á Kiðjabergi

Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 þátt og var stemmningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á fjórum brautum, en að auki fengu allir sem tóku þátt smá vinning. Við þökkum frábærum samstarfsaðilum fyrir vinningana á mótinu: Askja, Brim, Ölgerðin, Heilsa, Takk hreinlæti, Altis, Von mathús, Hreyfing, Omnom og Ison.

"Okkar allra bestu þakkir til Birkis Más Birgissonar framkvæmdastjóra og Golfkúbbs Kiðjabergs fyrir frábært framtak og gestrisni" segir í frétt á heimasíðu Ljóssins. "Við erum strax farnir að hlakka til næsta móts að ári."

Sjá fleiri myndir HÉR.
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!