Golfmót Ljóssins

Gkb gkb • sep. 09, 2020

Létu "ljós" sitt skína á Kiðjabergi

Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 þátt og var stemmningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á fjórum brautum, en að auki fengu allir sem tóku þátt smá vinning. Við þökkum frábærum samstarfsaðilum fyrir vinningana á mótinu: Askja, Brim, Ölgerðin, Heilsa, Takk hreinlæti, Altis, Von mathús, Hreyfing, Omnom og Ison.

"Okkar allra bestu þakkir til Birkis Más Birgissonar framkvæmdastjóra og Golfkúbbs Kiðjabergs fyrir frábært framtak og gestrisni" segir í frétt á heimasíðu Ljóssins. "Við erum strax farnir að hlakka til næsta móts að ári."

Sjá fleiri myndir HÉR.
Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: