Fjör í Bændaglímunni

Gkb gkb • 18. september 2020

Ágúst er "kóngurinn" á Kiðjaberginu

Bændaglíman, síðasta mót sumarsins á Kiðjabergi, fór fram um liðna helgi. Gríðarlegur áhugi var á mótinu og komust færri að en vildu, eða 128 kylfingar.  Svo fór að lokum að Ágúst og félagar sigruðu lið Árna Jó og verður Gústi því ríkjandi kóngur þetta árið. 

Alls tóku 128 manns þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel og veðrið lék við keppendur. Einnig var uppselt í veislumatinn í skálanum hjá Rakel um kvöldið.  

Að sögn Birkis Más, framkvæmdastjóra, þá heppnaðist Bændaglíma sérstaklega vel. "Gaman að hafa slúttað besta golfsumri fyrr og síðar með svona frábæru móti," sagði Birkir.

Spilað var Texas-Holukeppni, og þá höfðu þeir Steinn og Birkir sett upp nokkrar skemmtilegar hindranir á vellinum (sjá myndir). 



Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!