Bændaglíman 2025

Valur Jónatansson • 4. september 2025

Skemmtilegasta mót ársins!

Hin árlega Bændaglíma GKB fer fram laugardaginn 13. september á Kiðjabergsvelli. Mótið er eitt af skemmtilegustu viðburðum klúbbsins og "slútt" á sumrinu.

Í ár leiða bændurnir 
Viðar Jónasson og Helgi Einarsson lið sín til sigurs, en mótið hefst klukkan 11:00.  Leikið verður út af öllum teigum samtímis. Keppt verður í tveggja manna Texas Scramble holukeppni, þar sem hver unninn hola gildir fyrir bóndann.

Þátttakendur geta skráð sig bæði sem pör eða staka leikmenn sem verður raðað í lið. Mótsgjaldið er 5.000 krónur á mann.

Hluti af heildarþáttökugjaldi, að andvirði 250 þúsund króna, rennur til styrktarfélagsins Ljóssins sem heldur upp á 20 ára afmæli í ár. Hvetjum félagsmenn að taka þátt og á sama tíma styrkja frábært málefni.

Að loknu móti verður verðlaunaafhending og lokahóf í golfskálanum kl. 19:00, þar sem boðið verður upp á veislu að hætti Rakelar. Verð fyrir veisluna er 6.500 krónur á mann. Þeir sem vilja geta einnig valið að mæta einungis í lokahófið, en þá þarf að hafa beint samband við Rakel.

Skráning í mótið og lokahófið fer fram
HÉR.





Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild