Bændaglíman 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Hin árlega Bændaglíma GKB fer fram laugardaginn 13. september á Kiðjabergsvelli. Mótið er eitt af skemmtilegustu viðburðum klúbbsins og "slútt" á sumrinu.
Í ár leiða bændurnir Viðar Jónasson og Helgi Einarsson lið sín til sigurs, en mótið hefst klukkan 11:00. Leikið verður út af öllum teigum samtímis. Keppt verður í tveggja manna Texas Scramble holukeppni, þar sem hver unninn hola gildir fyrir bóndann.
Þátttakendur geta skráð sig bæði sem pör eða staka leikmenn sem verður raðað í lið. Mótsgjaldið er 5.000 krónur á mann.
Hluti af heildarþáttökugjaldi, að andvirði 250 þúsund króna, rennur til styrktarfélagsins Ljóssins sem heldur upp á 20 ára afmæli í ár. Hvetjum félagsmenn að taka þátt og á sama tíma styrkja frábært málefni.
Að loknu móti verður verðlaunaafhending og lokahóf í golfskálanum kl. 19:00, þar sem boðið verður upp á veislu að hætti Rakelar. Verð fyrir veisluna er 6.500 krónur á mann. Þeir sem vilja geta einnig valið að mæta einungis í lokahófið, en þá þarf að hafa beint samband við Rakel.
Skráning í mótið og lokahófið fer fram
HÉR.
