Vökvunarkerfi við flatir
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!

Sjálfboðaliðar mættu til að aðstoða við niðursetningu vökvunarkerfis á seinni hluta Kiðjabergsvallar í vikunni.
Undir styrkri handleiðslu Þórhalla Einarssonar gekk hópurinn vasklega til verks og náði að klára stærstan hluta verkefnisins. Vökvunarkerfið verður svo prófað á næstu dögum. Þegar þessu verki er að fullu lokið þá er búið að koma fyrir vökvunarkerfi við allar flatir vallarins.
Stjórn GKB þakkar þessum frábæru sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna við niðursetningu vökvunarkerfisins.



















